Flýtilyklar
Menning

Vestfirðir eins og megnið af Íslandi byggðist upp í kringum fiskveiðar og er sjávarútvegur enn stærsta atvinnugreinin á Vestfjörðum. Það er gaman að heimsækja lítið sjávarþorp að sumri og fylgjast með lífinu í kringum hafnir þorpanna. Á stöðum eins og Suðureyri er meira að segja hægt að fara í matarsmakksferð um bæinn og heimsækja fiskvinnslu.
En lífið á Vestfjörðum er ekki bara saltfiskur!
Það eru mörg söfn og sýningar um alla Vestfirði sem veita smá innsýn inn í lífið og menninguna á Vestfjörðum. Viltu fræðast um sjóskrímsli, galdra, refi eða haferni. Þetta er aðeins brot af þeim söfnum og sýningum sem eru í boði á Vestfjörðum.
Söfn
Á Vestfjörðum má finna margskonar söfn og fræðasetur. Mörg þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka- lista- og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru sem dæmi tileinkuð göldrum, skrímslum og ýmsu öðru forvitnilegu.
Sýningar
Víða á Vestfjörðum má finna allskyns áhugaverðar sýningar, sem dæmi má nefna lista- sögu- og menningartengdar sýningar.