Náttúran Djúpavík

20150819-dsc02474-001.jpg
Náttúran

Náttúran á Ströndum er ægifögur. Brött fjöll ganga í sjó fram og verja hverja vík og fjörð fyrir ágangi sjávar og vinda. Vegurinn áleiðis norður frá Bjarnarfirði liggur utan í bröttum hlíðum fjallanna en hann verður ófær að vetri til vegna snjóa og ófærðar. Þegar komið er að Djúpavík þá er nauðsynlegt að stoppa á bæjarhlaðinu og virða fyrir sér gömlu síldarverksmiðjuhúsin. Bæjarstæðið í Djúpavík er einstakt með Djúpavíkurfoss beint fyrir ofan þorpið. Ef keyrt er norðar þá gemur þorpið að Gjögri í ljós með sínum litríku líflegu húsum og enn lengra er Trékyllisvík. Mikið er um kletta og dranga í hreppnum og því til margar sögur þar sem fléttast inn draugar, tröll og jafnvel galdrar. Trékyllisvík, og strandasýsla reyndar í heild, er þekkt fyrir mikla galdramenningu á 17. öld. Reykjaneshyrna býður ykkur velkomin í Trékyllisvík og stendur lág en tignarleg mót norðri. Handan Kaupfélagsins í Norðurfirði og að leiðinni út að Krossneslaug þar er hár drangur í fjörunni sem kallaður er Þrjátíudalastapi. Sagan segir að sá sem geti klifið hann eigi að finna virði 30 bandarískra dala á toppnum. Ef veginum er fylgt lengra kemur Krossneslaug í ljós í fjörunni. Laugin að Krossnesi er sennilega eitt best geymda leyndarmál Vestfjarða og þeir ferðamenn sem þangað koma segja að heimsókn þangað sé skilyrði ef farið er á Vestfirði. Handan Reykjaneshyrnu má sjá glitta í Drangaskörð en það eru mikilfenglegir drangar er ganga í sjó fram á milli Drangavíkur og Bjarnarfjarðar nyrðri. Vegslóðinn sem hægt er að keyra frá Norðurfirði endar við Hvalá í Ófeigsfirði en það er Vatnsmesta á á Vestfjörðum. 

Gamla Síldarvinnslan í Ingófsfirði

Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952. Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið er komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði.

Reykjaneshyrna

Reykjaneshyrna er fjall sem staðsett er við Ingólfsfjörð á Ströndum. Fjallið er tilkomumikið og stendur eitt og sér við mynni fjarðarins. Reykjaneshyrna er fullkomið fjall til þess að klífa þar sem það er ekki bratt og gefur frábært útsýni yfir nágrennið. Drangaskörð í norðri, Norðurland í austri, Húnaflói og standir í suðri og Árneshreppur í vestri. Þórðarhellir er hellir sem staðsettur undir klettabelti í Reykjaneshyrnu. Það getur verið flókið að komast inn í hellinn vegna þess hve bratt er við munnann og jarðvegurinn laus í sér. Sagan segir að hellirinin hafi verið skjól fyrir útlaga. Tilvalið er að fara í sund í Krossneslaug eftir góða göngu á Reykjaneshyrnu.

Refir

Heimskautarefurinn er eina spendýrið á Íslandi sem hefur komið hingað til lands án hjálpar mannsins. Refurinn er friðaður á Hornströndum og er orðinn ansi gæfur sérstaklega á Hornströndum. Refasetrið í Súðavík er helgað refnum og má þar sjá yrðlinga í girðingu að sumri til.

Drangaskörð

Drangaskörð eru eitt helsta kennileiti Vestfjarða en eitt af þeim atriðum sem minnst er talað um. Drangaskörð eru staðsett í Árneshreppi á Ströndum og sjást best úr fjarlægð frá Reykjanesi við bæinn Munaðarnes. Drangarnir ganga í sjó fram norðantil í Drangavík og frá þessum Dröngum dregur Drangajökull nafn sitt.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is