Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Náttúra

20150811-dsc00937.jpg
Náttúra

Náttúran og sjórinn hafa alltaf spilað stóran þátt hjá þeim sem búa á Suðureyri. Fuglalíf er í blóma og sést það best á fjölda fugla á tjörninni þegar þú kemur inn í bæinn. Þeir sem vilja frekar komast nær sjávarlífinu þá er hægt að gefa fiskunum í sömu tjörn að borða. Suðureyri hefur verið að taka skref í átt að því að vera umhverfisvænt þorp og er mikið búið að vinna með sjálfbærni á mörgum sviðum. 

Suðureyri og nærsveitir bjóða upp á frábærar göngleiðir í nánast allar áttir. Eyrin norðan við Suðureyri, handan fjarðar heitir Norðureyri og þangað liggur enginn akvegur. Einnig er hægt að halda áfram útfyrir fjallið Gölt og að Galtarvita og jafnvel enn lengra og ganga útfyrir Öskubak og koma í Skálavík. Ef halda á yfir heiðar þá kemur bæði Grárófuheiði, yfir til Bolungarvíkur og Botnsheiði yfir til Ísafjarðar til greina. Listinn hér er alls ekki tæmandi en getur gefið góðar hugmyndir. 

Stangveiði

Á Íslandi er ógrynni áa og vatna. Tækifæri til stangveiði eru því óþrjótandi.

Fuglaskoðun

Á Vestfjörðum má finna tvö af stærstu fuglabjörgum Evrópu, hér er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.

Lónið

Lónið fyrir innan Suðureyri hefur frábæra möguleika á því að komast nær náttúrunni. Bæði er fuglalíf þar í blóma en einnig eru fiskar í lóninu. Við mælum með því að hafa samband við Fisherman á Suðureyri og fá að kaupa fisk til þess að gefa fiskunum í Lóninu. Það má einnig ræða það við Fisherman hvort möguleiki sé á því að veiða fiskana í Lóninu.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is