Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Söfn

20150702-_dsc1125-001.jpg
Söfn

Súðavík hefur upp á nokkuð góðan safnkost að bjóða og þá sérstaklega miðað við íbúafjölda. Súðavík er þekkt fyrir Refasetrið, sem býður gestum upp á upplýsingar um refinn. Á sumrin eru yrðlingar í girðingu fyrir utan og það finnst mörgum gaman að sjá. Að Litlabæ í Skötufirði er hægt að skoða gamalt endurbyggt íbúðarhús. Þó svo að húsið sé ekki safn þá er eigu að síður gaman að koma þar við og skoða. Í húsinu er einnig boðið upp á kaffi og íslenskar veitingar með. Í eyjunni Vigur hefur Þjóðminjasafnið byggt upp, og haldið við ásamt eigendum, gömlum húsum og fyrstu og einu kornmyllunni á Íslandi. Þar má einnig fá kaffi og í eyjuni er líka mikið fuglalíf og þar er lundinn konungurinn. 

Vigur

Vigur er ein þriggja eyja á Ísafjarðardjúpi og liggur úti fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar. Hún er löng og mjó og dregur nafn af lögun sinni, en orðið vigur merkir spjót. Í Vigur var löngum stundaður heilsársbúskapur en nú eru þar engar kýr lengur. Þar eru þó enn nýtt hlunnindi, þ.e. æðarvarp og fuglatekja. Vaxandi ferðaþjónusta er á eynni og eru erlendir ferðamenn sífellt tíðari gestir.

Lundi, æðarfugl og kría eru helstu fugarnir á eynni og eitt helst aðdráttaraflið. Lundinn er búinn að koma sér svo vel fyrir í eyjunni að hann er búinn að grafa hana nánast í sundur. Ferðamönnum sem ferðast um eyjuna er því bent á að fylgja stígnum sem útbúinn hefur verið til þess að eiga ekki á hættu að detta ofan í lundaholur.

Í Vigur er minnsta pósthús á Íslandi, eina kornmyllan á Íslandi og flest húsin eru nýlega uppgerð af Þjóðminjasamfninu.

Til þess að komast út í Vigur þá þarf að taka bát frá Ísafirði en ferðirnar eru skipulagðar daglega.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is