Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Söfn

20150829-dsc04517-002.jpg
Söfn

Ísafjörður á sér langa sögu og því hefur samfélagið frá mörgu að segja. Segja má að það séu tvö söfn á Ísafirði sem skilyrði ætti að vera að heimsækja til þess að kynnast svæðinu og menningu þess betur. Það er annarsvegar Safnahúsið á Eyrartúni og hinsvegar Neðstikaupstaður. Safnahúsið á Eyrartúni (Gamla sjúkrahúsið) á Ísafirði var byggt af Ísafjarðarkaupstað sem sjúkrahús árið 1925. Húsið var endurbyggt og fært til upprunalegs horfs að mestu og vígt sem safnahús 17. júní 2003. í Safnahúsinu eru til húsa Bæjar- og héraðsbókasafn, Héraðsskjalasafn, Listasafn Ísafjarðar og Ljósmyndasafn. Í Neðstakaupstað er til húsa byggðasafn Vestfjarða og stendur þar elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Í yngsta húsinu, Turnhúsi, hefur Byggðasafn Vestfjarða sett upp sýningu á sjóminjum þar sem sjá má fjölda gripa sem tengjast fiskveiðum og fiskvinnslu frá öndverðu til okkar daga. Utan við safnið er fiskreitur, þar sem saltfiskur er sólþurrkaður, og nokkrir bátar. Á svæðinu er eldsmiðja og slippur á vegum safnsins og ennfremur veitingastaður, Tjöruhúsið.

Aðrir

Ljósmyndasafnið Ísafirði
 • Eyrartún
 • 400 Ísafjörður
 • 450-8224, 895-7138
Gamla sjúkrahúsið - Safnahúsið
 • Eyrartún
 • 400 Ísafjörður
 • 450-8220

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Markaðsstofa Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-3002
 • travel(at)westfjords.is