Flýtilyklar
Fjöll og firðir

Flestir sem heimsækja Vestfirði taka eftir bröttu fjöllunum og löngu fjörðunum. Það er einmitt þetta landslag sem gerir Vestfirði einstaka og eru einnig stór þáttur í þeirri afþreyingu sem er í boði á svæðinu.
Fjöllin okkar eru fullkomin fyrir göngur að sumri og fyrir fjallaskíði að vetri og ættu flestir að gera fundið sér brekku við sitt hæfi.
Firðirnir okkar veita okkur gott skjól fyrir allskonar sjávartengda afþreyingu, bátsferðir, hvalaskoðun og kayak ferðir.
Gönguferðir
Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi.
Vetrar afþreying
Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir.
Hjólaferðir
Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.