Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Látrabjarg

latrabjarg.jpg
Látrabjarg

Látrabjarg er fuglabjarg á sunnanverðum Vestfjörðum. Það er stærsta sjávarbjarg Evrópu, 14 km langt frá nesoddanum Bjargtöngum í vestri að Keflavík í austri og 441 metra hátt við Heiðnukinn. Látrabjargi er í daglegu tali skipt í fjóra hluta, sem heita Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg. Bjargtangar er vestasti tangi Íslands og líka Evrópu, á 24°32´3" vestlægrar lengdar. Vestari hluti Látrabjargs er að verulegu leyti lóðrétt standberg frá bjargbrún til sjávar. Bjargið er þverskurður af lagskiptum hraunlagastafla Vestfjarða, sem hlóðst upp í síendurteknum eldgosum fyrir um 13-16 milljónum ára. Síðan hafa roföflin ein ráðið landmótun. Þetta eru elstu jarðlög Íslands.

Látrabjarg iðar allt af fugli framan af sumri, hver snös og stallur er setinn svo sem raðað er í jötu. Í bjarginu er stærsta álkubyggð í heimi í Stóruurð. Þarna verpa um tíu sjófuglategundir og algengastar eru álka, langvía, stuttnefja, rita, fýll og lundi. Látrabjarg hefur verið nytjað frá landnámstíð.

Látrabjarg

Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg Íslands og eitt af stærstu fuglabjörgum í Evrópu. Bjargið er vestasti tangi Íslands og því er yfirleitt skipt upp í fjóra hluta í daglegu tali, Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Gríðarlegan fjölda fugla af ýmsum tegundum er að finna í bjarginu, þ.á.m álku, langvíu, stuttnefju, lunda og ritu.

Ógnarbratt, 14 km langt bjargið er margbreytilegt og þar eru grónir grasblettir og einnig snarbrattir klettar. Rétt er að fara mjög gætilega þar sem bjargbrúnin er snarbrött og getur verið viðkvæm. Látrabjarg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða og þangað er hægt að keyra.

Fuglaskoðun

Fuglaskoðun getur verið skemmtileg afþreying. Það er bæði hægt að fara í skipulagðar fuglaskoðunarferðir með leiðsögumanni en einnig er hægt að heimasækja staði eins og Reykhóla, Látrarbjarg eða Strandir og skoða fugla upp á eigin spýtur. 

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is