Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Upplýsingamiðstöð

Upplýsingamiðstöð

Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar á Vestfjörðum. Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga. Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði er svæðismiðstöð fyrir Vestfirði. 

Upplýsingamiðstöðvar

Upplýsingamiðstöðvar ferðamála má finna víðsvegar á Vestfjörðum. Starfsfólk þeirra veitir meðal annars upplýsingar um veður, áhugaverða staði, aðstoðar við bókanir og margt fleira. Þar er einnig hægt að nálgast kort og bæklinga.

Hvernig á að komast hingað

Hvernig á ég að komast til Ísafjarðar?

Þú getur komist til Ísafjarðar með því að keyra, fljúga eða að taka strætó. Flugfélag Íslands flýgur tvisvar á dag til Ísafjarðar frá Reykjavík allt árið. Rútuferðir eru 2-7 sinnum í viku og fer það eftir árstíðum hversu oft er farið. Þegar þú ert kominn til Ísafjarðar þá býður Ísafjarðarbær upp á almenningssamgöngur. Þá getur þú líka leigt hjól, tekið leigubíla eða leigt þér bílaleigubíl til þess að komast á milli staða.
Með bíl:
Leiðin til Ísafjarðar er 455 kílómetrar. Að vetri til skaltu gera ráð fyrir því að leiðin taki ekki minna er sex klukkutíma í akstur. Þegar ferast er milli landshluta að vetri til, þá er næstum skilyrði að vera á góðum dekkjum og enn betra að vera á fjórhjóladrifnum bíl.
Stysta leiðin til Ísafjarðar frá Reykjavík er að fylgja þjóðvegi 1 framhjá Bifröst en beygja svo til vinstri áleiðis að Búðardal. Þeirri leið er haldið allt þar til komið er yfir Gilsfjarðarbrúna og inn á Vestfirði. Þar er beygt til hægri, áleiðis til Hólmavíkur og Ísafjarðar. Þessi leið er styst, öruggust og yfirleitt fær nema í verstu veðrum. Endilega skoðið www.vegagerdin.is til þess að fylgjast með ástand vega að vetrartíma. Einnig er hægt að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777 þar sem veður og aðstæður á vegum eru uppfærð. Munið að skjótt skipast veður í lofti og verið því sífellt á varðbergi gangnvart því.
Það er ekki hægt að keyra Vestfjarðahringinn á vetrartíma þar sem þar eru nokkrar heiðar sem lokast yfir vetrartímann. GPS tæki eiga það til að gleyma þessu.

Með flugi:
Flugfélag Íslands flýgur tvær ferðir á dag á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Frekari upplýsingar er að finna á www.flugfelag.is

Með strætó:

Hægt er að komast til Ísafjarðar frá bæði Akureyri og Reykjavík yfir sumarmánuðina. Til þess að fá betri upplýsingar endilega skoðið hér

Almenningssamgöngur á Ísafirði:
Ísafjarðarbær rekur sínar eigin almenningssamgöngur sem tengir saman Ísafjörð, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Einnig eru almenningssamgöngur til Bolungarvíkur. Hægt er að nálgast tímaftöflur hér.

Bílaleigur:
Hertz sími: 863-9023
Europe Car sími: 840-6074

Avis/Budget sími: 660-0617

Ætlast er til þess að fólk bóki fyrirfram.

Leigubílar:
til þess að bóka leigubíl þá skal hringja í 456-3518. Fólk er beðið um að bóka með fyrirvara.

Hjólaleiga:
Ferðaskrifstofan Vesturferðir, Aðalstræti 7, Ísafirði býður upp á reiðhjólaleigu. Vesturferðir eru til húsa í sama húsi og Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Ísafirði. hafa má samband við Vesturferðir og bóka fyrirfram á tölvupóstfangið: vesturferdir@vesturferdir.is

Ef þig vantar hjálp við að komast til Ísafjarðar eða til Vestfjarða þá mátt þú hafa samband við Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Ísafirði í gegnum tölvupóstfangið info@westfjords.is eða í síma: 450-8060.

Sundlaugar

Sundlaugarnar Í ísafjarðarbæ eru staðsettar í nærri öllum byggðarkjörnum.

Sundhöllin á Ísafirði
Virkir dagar 10.00 - 21.00
Helgar 10.00 - 17.00
Sundlaugin á Flateyri
Virkir dagar 10.00 - 20.00
Helgar 11.00 - 17.00
Sundlaugin á Suðureyri
Virkir dagar 11.00 - 19.00
Helgar 11.00 - 19.00
Sundlaugin á Þingeyri
Virkir dagar 08.00 - 21.00
Helgar

10.00 - 18.00

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is