Flýtilyklar
Á sjó

Á Vestfjörðum eru oft kjöraðstæður fyrir allskonar ævintýri á og við sjó. Þröngir firðir veita gott skjól og gera okkur kleift að stunda sport eins og sjókayak. Mikið er um bátsferðir á Vestfjörðum og má þar nefna meðal annars sjóstangveiði, RIB-báta ferðir, fuglaskoðunarferðir á bátum. Einnig er hægt að fara með bátum yfir á Hornstrandir og Jökulfirðina bæði frá norðanverðum Vestfjörðum og frá Árneshrepp á Ströndum.
Fyrir þá sem treysta sér ekki á sjó er oft gaman að leika sér í fjörunni og er þar endalaus skemmtun fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Að leika sér að gera sandkastala eða bara rölta og safna skeljum, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Bátaferðir
Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Vestfjörðum, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.
Sjóstangaveiði
Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða um Vestfirði er hægt að komast í slíkar ferðir.
Kajakferðir / Róðrarbretti
Það er skemmtileg upplifun að róa um á kajak, Vestfirðir henta sérlega vel til slíkrar iðju með skjólgóðum fjörðum og fjölbreyttu dýralífi meðfram ströndinni.