Gönguleiðir Djúpavík

20150823-dsc03334-001.jpg
Gönguleiðir

Gönguleiðirnar í nálægð við Djúpavík eru einstakar. Það eru ekki margir göngugarpar á ferð svo að þú nærð mikilli nálgæð við náttúruna og tengir betur við sjálfan þig.

Djúpavíkurhringurinn er gönguleið sem sögð er vera frekar auðveld. Gengið er upp frá gömlu síldarverksmiðjunni og upp á klettabeltið sem Djúpavíkurfoss steypist fram af. Útsýnið frá klettabeltinu er magnað þar sm þú sérð verksmiðjuna, fjörðinn og fjöllin í kring. Eftir að þú hefur setið í skamma stund og notið útsýnisins er kjörið að ganga út með hlíðinni og ganga akveginn aftur inn að Djúpavík.

Endilega spyrjið staðarhaldarana á Djúpavík hvert þeir benda ykkur á að ganga. Þeir munu svara ykkur um hæl og benda ykkur á bestu leiðina. Einnig má nálgast gönguleiðakort Ferðamálasamtaka Vestfjarða á öllum upplýsingamiðstöðvum á Vestfjörðum.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is