Gönguleiðir Norðurfjörður

maxresdefault.jpg
Gönguleiðir

Í Árneshreppi er mikið um gönguleiðir og nóg er einnig af fjöllum fyrir alla. Neðangreindur listi er einungis listi yfir þær leiðir sem við teljum að séu skemmtilegar að ganga en margar fleiri eru til staðar.

Reykjaneshyrna er fullkomið fjall til þess að klífa. Fjallið er fallegt, það er ekki bratt og gefur frábært útsýni yfir nágrennið. Drangaskörð í norðri, Norðurland í austri, Húnaflói og standir í suðri og Árneshreppur í vestri.

Runkugil og Rjúkandifoss í Ófeigsfirði er frábær gönguleið. Þú getur ákveðið að ganga að báðum stöðum eða einungis öðrum. Runkugil er gil sem samanstendur af basaltsúlum og er alveg einstaklega fallegt. Rjúkandifoss er fallegur foss í nágrenni við Runkugil.

Hægt er að ganga hringleið frá Norðurfirði sem endar í Norðurfirði aftur. Hún felst í því að fylgja veginum að munaðarnesi og halda áfram að Krossnesi og Krossneslaug. Þar er fullkomið að nýta tækifærið og fara í sund í leiðinni. Eftir sundsprett þá er stutt ganga aftur að Norðurfirði.

Þórðarhellir er hellir sem staðsettur undir klettabelti í Reykjaneshyrnu. Það getur verið flókið að komast inn í hellinn vegna þess hve bratt er við munnann og jarðvegurinn laus í sér. Sagan segir að hellirinin hafi verið skjól fyrir útlaga.

Þegar þú ert kominn á svæðið þá finnuru fyrir töfrum Árneshrepps. Talaðu við íbúana í tengslum við gönguleiðir, því þeir vita langmest um sína sveit. Einnig er hægt að gera sér ferð í næstu upplýsingamiðstöð og kaupa kort ferðamálasamtaka Vestfjarða. Kortið inniheldur margar gönguleiðir á svæðinu og vel þess viði að hafa það við höndina.

Drangaskörð

Drangaskörð eru eitt helsta kennileiti Vestfjarða en eitt af þeim atriðum sem minnst er talað um. Drangaskörð eru staðsett í Árneshreppi á Ströndum og sjást best úr fjarlægð frá Reykjanesi við bæinn Munaðarnes. Drangarnir ganga í sjó fram norðantil í Drangavík og frá þessum Dröngum dregur Drangajökull nafn sitt.

Reykjaneshyrna

Fjallið Reykjaneshyrna stendur við mynni Norðurfjarðar á Ströndum. Fjallið er tilkomumikið og stendur eitt og sér við yst í firðinum. Reykjaneshyrna er fullkomið fjall til þess að klífa þar sem það er ekki bratt og gefur frábært útsýni yfir nágrennið. Drangaskörð í norðri, Norðurland í austri, Húnaflói og standir í suðri og Árneshreppur í vestri. Þórðarhellir er hellir sem staðsettur undir klettabelti í Reykjaneshyrnu. Það getur verið flókið að komast inn í hellinn vegna þess hve bratt er við munnann og jarðvegurinn laus í sér. Sagan segir að hellirinin hafi verið skjól fyrir útlaga. Tilvalið er að fara í sund í Krossneslaug eftir góða göngu á Reykjaneshyrnu.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is