Gönguleiðir Unaður augans

Gönguleiðir

Gönguleiðir um Reykhólasvæðið eru margar og skemmtilegar. Bæði eru í boði langar, jafnt sem stuttar gönguleiðir og alls staðar í hreppnum. Vegfarendur sem stefna á göngur eru beðnir um að kaupa gönguleiðakort Ferðamálasamtaka Vestfjarða um Reykhólahrepp. Þar koma fram greinargóðar leiðarlýsingar á hverri gönguleið fyrir sig og hvað sé hægt að sjá. Kortið fæst á öllum upplýsingamiðstöðvum á Vestfjörðum. 

Bjartmarssteinn

Gígtapparnir Vaðalfjöll ofan Bjarkarlundar og Bjartmarssteinn eru sérstakar jarðmyndanir þar sem móberg hefur veðrast utan af harðara bergi þar sem áður kom upp hraun. Menn hafa lengi talið að Bjartmarssteinn tengist huldufólki og sagnir herma að Bjartmarssteinn sé kaupstaður huldufólks við innanverðan Breiðafjörð.

Einreykjastígur

Gönguleið er um Einreykjastíg frá sundlauginni á Reykhólum að Einreykjahver. Stígurinn er malarstígur en búið er að leggja trébrýr yfir votlendið. Votlendið, ásamt fjörunum í kring eru paradís fyrir fuglaáhugamenn því margar tegundir fugla safnast að svæðinu í leit að æti.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is