Gönguleiðir Tálknafjörður

gonguleidir-vesturbyggd-talknafjordur.png
Gönguleiðir

Frá Tálknafirði má ganga í allar áttir.

Yfir til Bíldudals þá má ganga veginn yfir Hálfdán en einnig yfir Tunguheiði.

Yfir á Barðaströnd liggur Miðvörðuheiði en þá er komið niður að Birkimel á Barðaströnd. 

Ef ganga á til Patreksfjarðar þá er um 3 leiðir að velja. Í fyrsta lagi er það þjóðvegurinn um Mikladag, í öðru lagi um Lambeyrarháls og í þriðja lagi um Rangárgil og Stórhæð. 

Þekktar gönguleiðir eru einnig yfir í Ketildali. Í fyrsta lagi er það Hringsdalsskarð, öðru lagi Selárdalsheiði og í þriðja lagi leið um Hólaskörð. 

Við viljum eindregið benda fólki á að ef það vill afla sér meiri upplýsingar um gönguleiðir á svæðinu þá getur það farið á Upplýsingamiðstöðvar Ferðamála. Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa einnig gefið út gönguleiðakort sem nálgast má á næstu Upplýsingamiðstöð. 

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is