Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gönguleiðir

reidhjallavirkjun.jpg
Gönguleiðir

Hnífsdalur býður upp á gönguleiðir í allar áttir og á mörgum erfiðleikastigum. Auðveldustu gönguleiðirnar eru Eyrarhlíðin til Ísafjarðar og Óshlíðin til Bolungarvíkur. Einnig eru gönguleiðir inn Hnífsdalinn og yfir Þjófaskörð til Ísafjarðar og eins yfir Heiðarskarð að Reiðhjallavirkjun til Bolungarvíkur. 

Göngugarpar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Upplýsingamiðstöðvar á svæðinu og afla sér upplýsinga um gönguleiðina og veðurspá. Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa einnig látið útbúa gönguleiðakort fyrir Vestfirði og við hvetjum göngufólk til þess að útvega sér slíkan fjársjóð. Kortin fást á öllum Upplýsingamiðstöðvum Ferðamanna á Vestfjörðum en einnig er hægt að panta þau hér.

Reiðhjalli

Reiðhjalli er staðsettur fyrir botni Syðridals í Bolungarvík. Í dalbotninum er virkjun frá Orkubúi Vestfjarða og ef áfram er haldið upp vegslóðann frá virkjuninni þá er komið að virkjunarlóninu. Útsýnið frá lóninu er fallegt og alveg göngunnar virði. Sem viðbót við göngutúrinn þá er hægt að kíkja fram af fjallsbrúninni niður í Súgandafjörð eða rölta niður Hnífsdalinn áleiðis að Hnífsdal.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is