Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Heitar laugar

20150130-_dsc3327-001.jpg
Heitar laugar

Jarðhiti er við norðanverðan Tálknafjörð og er hann nýttur til þess a kynda húsin í bænum, hita sundlaugina, heitu pottana við Pollinn og einnig í fiskeldi í firðinum. Sundlaugin á staðnum er vel útbúin en þar er útilaug, vatnsrennibraut og heitir pottar. Örlítinn spotta fyrir utan þorpið má finna heitu pottana sem staðkunnugir kalla Pollinn. Þar kostar ekkert að skella sér í bað og það er frábært að horfa á sólsetrið frá Pollinum. 

Pollurinn

Pollurinn er nokkru utan við kauptúnið Tálkafjörð og uppi í hlíðinni. Pollurinn er í raun þrískiptur, tveir setpottar og einn nokkru dýpri. Búningshús er á staðnum og er því viðhaldið af hreppnum, en vakin skal athygli á því að engin salernisaðstaða er á staðnum og bannað að tjalda.

Góð aðsókn er í Pollinn, bæði af Tálknfirðingum og gestum enda er stemmingin þar ótrúlega góð og ekkert jafnast á við útsýnið út á Tálknafjörðin í allri sinni dýrð

Ókeypis aðgangur.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is