Flýtilyklar
Páskar fyrir vestan

Páskar fyrir vestan eru einstök upplifun. Úrval viðburða skapa þéttofna heild, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrst skal frægt nefna elstu bæjarhátíð Íslands Skíðavikuna og hina margrómuðu rokkhátíð alþýðunnar Aldrei fór ég suður.
Um páskana er Ísafjörðarbær suðupotturinn með rokkskemmunni, skíðasvæðunum og allskyns viðburðum, en í öllum nágrannabæjum er eitthvað um að vera. Það veitir kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki hafa komið í heimsókn að skoða norðanverða Vestfirði í heild sinni. Ekki einungis fá þeir notið menningar- og útivistardagskrár í hæsta gæðaflokki heldur einnig umhverfis sem skapar umgjörð sem fátt fær skákað.
Leitir þú að gistingu eða veitingum á svæðinu getur þú smellt á tenglana hér að neðan.
Veitingastaðir á Ísafirði og nágrenni
Á Ísafirði og í nágrenni má finna fjölda veitingarstaða. Það ættu allir að geta fundið eitthvað að sínu skapi, hvort sem það er gourmet kvöldverður eða kringla í bakaríinu.
Gisting á Ísafirði og nágrenni
Á Ísafirði og í nágrenni er í boði margskonar gistimöguleikar og ættu örugglega allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Viltu gista í miðbæ Ísafjarðar og vera sem næst skemmtanahaldinu, eða viltu gista í einhverjum af bæjunum í kring?