Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Páskar á Ísafirði

20110423-img_9467.jpg
Páskar á Ísafirði

Það er mjög margt um að vera á Ísafirði og nágrenni um páskana, ber þar hvað hæst Rokkhátíð alþýðunnar Aldrei fór ég suður. Einnig er þétt dagskrá bæði á gönguskíðasvæði og svigskíðasvæði Ísfirðinga, en skíðavikan hefur verið haldin hátíðleg um páska í rúm 70 ár.

Við hvetjum gesti eindregið til að heimsækja nágranna bæi Ísafjarðar, þar sem ýmis skemmtun er í boði í tilefni páskanna allt frá Þingeyri yfir til Bolungarvíkur.

 

Veitingastaðir á Ísafirði og nágrenni

Á Ísafirði og í nágrenni má finna fjölda veitingarstaða. Það ættu allir að geta fundið eitthvað að sínu skapi, hvort sem það er gourmet kvöldverður eða kringla í bakaríinu. 

Gisting á Ísafirði og nágrenni

Á Ísafirði og í nágrenni er í boði margskonar gistimöguleikar og ættu örugglega allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Viltu gista í miðbæ Ísafjarðar og vera sem næst skemmtanahaldinu, eða viltu gista í einhverjum af bæjunum í kring?

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is