Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Páskar á Ísafirði

20110423-img_9467.jpg
Páskar á Ísafirði

Það er mjög margt um að vera á Ísafirði og nágrenni um páskana, ber þar hvað hæst Rokkhátíð alþýðunnar Aldrei fór ég suður. Einnig er þétt dagskrá bæði á gönguskíðasvæði og svigskíðasvæði Ísfirðinga, en skíðavikan hefur verið haldin hátíðleg um páska í rúm 70 ár.

Við hvetjum gesti eindregið til að heimsækja nágranna bæi Ísafjarðar, þar sem ýmis skemmtun er í boði í tilefni páskanna allt frá Þingeyri yfir til Bolungarvíkur.

 

Veitingastaðir á Ísafirði og nágrenni

Á Ísafirði og í nágrenni má finna fjölda veitingarstaða. Það ættu allir að geta fundið eitthvað að sínu skapi, hvort sem það er gourmet kvöldverður eða kringla í bakaríinu. 

Gisting á Ísafirði og nágrenni

Á Ísafirði og í nágrenni er í boði margskonar gistimöguleikar og ættu örugglega allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Viltu gista í miðbæ Ísafjarðar og vera sem næst skemmtanahaldinu, eða viltu gista í einhverjum af bæjunum í kring?

28. mars kl. 18:00-20:00
Setning Skíðaviku
Setning Skíðavikunnar á Ísafirði með allskonar uppákomum.
28. mars kl. 18:20-19:00
Sprettganga Craft Sport
Sprettganga á gönguskíðum gegnum miðbæ Ísafjarðar
31. mars kl. 23:59-03:00
Babies flokkurinn á Krúsinni
Babies flokkurinn hefur skapað sér nafn sem ein besta cover- hljómsveit landsins og eru böllin með þeim algjört djammdúndur.
30. mars kl. 23:59-04:00
Emmsjé Gauti í Krúsinni
Gauti mætir í Krúsina ásamt Kela (Agent Fresco) og gerir það sem hann gerir best. Þú missir bara ekkert af þessu neitt.
29. mars kl. 21:00-00:00
Rythmatik og Between Mountains í Krúsinni
Frábært tækifæri til að sjá hæfileikaríka heimamenn stíga á stokk.
29. mars kl. 12:00-14:00
Skíðaskotfimi
Skíðaskotfimi á gönguskíðasvæðinu
30.-31. mars
Aldrei fór ég suður
Aldrei fór ég suður er árleg rokkhátíð alþýðunnar haldin á Ísafirði um Páskana.
31. mars kl. 11:00-16:00
Furðufatadagur á Seljalandsdal
Furðufatadagur á skíðasvæðinu á Seljalandsdal
1. apríl kl. 23:59-04:00
Skítamórall í Krúsinni
Á sama tíma fyrir ári síðan mætti Skímó í Krúsina og spilaði eitt besta ball í mann minnum.
28. mars kl. 19:00-20:00
Snjóbrettasýning
Snjóbrettasýning þar sem heimamenn sýna listir sínar, tónlist og fjör.
28. mars
Barnið og umhverfið - umhverfið og barnið
Víða í miðbæ Ísafjarðar má finna listaverk leikskólabarna af leikskólanum Sólborg.
29. mars kl. 20:00
Gísli á Uppsölum
Hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum verður sýnt í leikhúsinu Þingeyri á Skírdag um páska.
31. mars kl. 23:00-02:00
Made in Sveitin í Edinborg
Made in Sveitin með stuðdansleik ársins í Edinborg.
30. mars kl. 23:00-04:00
Páll Óskar - Ball í Edinborgarhúsinu
Ball í Edinborg með Páli Óskari
30. mars kl. 21:00-23:00
Páskabingó á Þingeyri
Páskabingó í Simbahöllinni á Þingeyri.
29. mars kl. 10:00-11:00
Samflot
Fljótum saman í Musteri vatns og vellíðunar, Bolungarvík
29. mars kl. 11:00-15:00
Páskaeggjamót í körfubolta
Körfuknattleiksdeild Vestra og Nói Síríus halda sitt árlega 2 á 2 páskaeggjamót í íþróttahúsinu Torfnesi. Café Karfa býður uppá rjúkandi belgískar vöfflur á meðan á móti stendur.
29. mars kl. 19:00-21:00
Kótelettukvöld
Hið sívinsæla kótelettukvöld í Einarshúsi, í fyrra komust færri að en vildu.
29. mars kl. 21:00-23:00
Valdimar og Örn Eldjárn á Hótel Ísafirði
Tónleikar með Valdimar og Erni Eldjárn á Hótel Ísafirði.
29. mars kl. 13:00-17:00
Páskaleik Náttúrugripasafnsins
Talandi arnpáfi tekur á móti krökkunum og þrautaleikur fyrir börn frá 0 til 14 ára.
31. mars kl. 13:00-15:00
Páskaeggjamót HG
Páskaeggjamót HG í Tungudal fyrir börn fædd 2006 og síðar.
30. mars kl. 11:00-13:00
Gísla söguganga og víkinga kjötsúpa
Söguleg gönguferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Allir göngugarpar fá víkingaskikkju til að klæðast meðan á ferðinni stendur og geta þannig sett sig enn betur í spor sögunnar.
30. mars kl. 11:00-16:00
Furðufatadagur í Tungudal
Fjölskylduskemmtun á skíðasvæðinu í Tungudal, karmelluregn og íþróttaálfurinn!
29. mars - 2. apríl
Páskahelgin í Bolungarvík
Njóttu hennar með okkur!
28. mars kl. 21:00-23:00
Janis & Joe
Flutt verða lög sem sem Janis Joplin og Joe Cocker hafa sungið í gegnum tíðina.
28. mars kl. 22:00-03:00
F1 Rauður
Önfirska hljómsveitin F1 rauður leikur fyrir dansi á Vagninum miðvikudaginn 28 mars næstkomandi. Hljómsveitin hefur æft upp pottþétta skemmtidagskrá fyrir kvöldið og kann æðimörg vinsæl lög. Óskalög má ræða og gestasöngvarar leyfilegir ef viðkomandi getur sannað tónvisku sína.
30. mars kl. 11:00-12:00
Píslarsaga Jesú Krists
Lesið verður úr píslarsögunni í Hólskirkju í Bolungarvík á föstudaginn langa kl. 11:00-12:00.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is