Menning og Saga Norðurfjörður

maxresdefault.jpg
Menning og Saga

Árneshreppur er fámennasta sveitarfélagið á Íslandi en telur jafnframt fjölmarga ferkílómetra. flestir íbúarnir afla innkomu sinnar með því að stunda sauðfjárbúskap, enda svæðið fullkomið til sauðfjárræktunar. Landslagið á svæðinu er stórfenglegt og hefur mikið aðdráttarafl. Fólkið, menningin og sögurnar sem svæðið hefur að geyma hafa einnig mikið aðdráttarafl. Svæðið hefur að geyma margar sögur líkt og Íslendingasögur, Galdrasögur, sögur fólksins af svæðinu og stóran hluta Síldveiðisögunnar við Ísland.

Vegna mikillar uppbyggingar í tengslum við ferðamenn þá hefur menning og saga Árneshrepps fengið að blómstra í sögusýningum, söfnum, kaffihúsum og hinum ýmsu menningarviðburðum. Verið svo innilega velkomin að gerast hluti af þessari sögu og fá að upplifa Árneshrepp í gegnum hjarta íbúanna. Hin mikla gestrisni þeirra mun koma þér á óvart.

Drangaskörð

Drangaskörð eru eitt helsta kennileiti Vestfjarða en eitt af þeim atriðum sem minnst er talað um. Drangaskörð eru staðsett í Árneshreppi á Ströndum og sjást best úr fjarlægð frá Reykjanesi við bæinn Munaðarnes. Drangarnir ganga í sjó fram norðantil í Drangavík og frá þessum Dröngum dregur Drangajökull nafn sitt.

Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði

Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952.

Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið þegar komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði.

Aðrir

Minja- og handverkshúsið Kört
  • Árnes II, Trékyllisvík
  • 524 Árneshreppur
  • 4514025
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is