Flýtilyklar

Árneshreppur er fámennasta sveitarfélagið á Íslandi en telur jafnframt fjölmarga ferkílómetra. flestir íbúarnir afla innkomu sinnar með því að stunda sauðfjárbúskap, enda svæðið fullkomið til sauðfjárræktunar. Landslagið á svæðinu er stórfenglegt og hefur mikið aðdráttarafl. Fólkið, menningin og sögurnar sem svæðið hefur að geyma hafa einnig mikið aðdráttarafl. Svæðið hefur að geyma margar sögur líkt og Íslendingasögur, Galdrasögur, sögur fólksins af svæðinu og stóran hluta Síldveiðisögunnar við Ísland.
Vegna mikillar uppbyggingar í tengslum við ferðamenn þá hefur menning og saga Árneshrepps fengið að blómstra í sögusýningum, söfnum, kaffihúsum og hinum ýmsu menningarviðburðum. Verið svo innilega velkomin að gerast hluti af þessari sögu og fá að upplifa Árneshrepp í gegnum hjarta íbúanna. Hin mikla gestrisni þeirra mun koma þér á óvart.
Drangaskörð
Drangaskörð eru eitt helsta kennileiti Vestfjarða en eitt af þeim atriðum sem minnst er talað um. Drangaskörð eru staðsett í Árneshreppi á Ströndum og sjást best úr fjarlægð frá Reykjanesi við bæinn Munaðarnes. Drangarnir ganga í sjó fram norðantil í Drangavík og frá þessum Dröngum dregur Drangajökull nafn sitt.
Galdrasýning á Ströndum
Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði
Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952.
Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið þegar komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði.
Aðrir
- Árnes II, Trékyllisvík
- 524 Árneshreppur
- 4514025