Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Össusetur Íslands

Arnarsetur Íslands er í kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi, rétt þegar komið er vestur yfir Gilsfjörð. Það er við hæfi að velja setri helguðu konungi fuglanna stað í Reykhólahreppi, því að mikill hluti íslenska arnarstofnsins á búsvæði og varpstaði við Breiðafjörð. Meðal þess sem þarna getur að líta er uppstoppaður örn í öllu sínu veldi.

Það sem ekki síst vekur athygli er að þegar gengið er í kringum hann fylgir hann manni með augunum (reyndar öðru í einu, af skiljanlegum ástæðum). Þetta kann að þykja ótrúlegt, en svona er það (skoðið bara myndirnar sem hér fylgja). Sumum finnst þetta dálítið óþægilegt, jafnvel "krípí", eins og einhver sagði.

Örninn í Króksfjarðarnesi stendur á voldugum grjótstalli sem hleðslumeistarinn landskunni Ari Jóhannesson hlóð. Til þess að fuglinn strjúki ekki eða ráðist á fólk er yfir honum kassi úr glæru plasti.

Fróðleik af öllu tagi um íslenska haförninn er að finna á Arnarsetri Íslands. Þar á meðal er fræðslukvikmynd sem rennur í sífellu á skjá.

Þrjár fyrstu myndirnar sem hér fylgja eru teknar í Arnarsetrinu, en þá fjórðu tók Sigurjón J. Sigurðsson fyrir viku við norðanverðan Breiðafjörð af erni við hreiður með tveimur ungum. Hreiður þetta er á klettadrangi úti í sjó, nokkur hundruð metra frá landi, og myndin tekin með miklum aðdrætti.

Össusetur Íslands

Gamla kaupfélagshúsið, Króksfjarðarnesi

GPS punktar N65° 27' 21.054" W21° 54' 58.851"
Sími

894-1011

Opnunartími 15/06 - 15/08

Össusetur Íslands - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Hótel Bjarkalundur
Hótel
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 5621900, 434-7863
Náttúra
23.39 km
Bjartmarssteinn

Gígtapparnir Vaðalfjöll ofan Bjarkarlundar og Bjartmarssteinn eru sérstakar jarðmyndanir þar sem móberg hefur veðrast utan af harðara bergi þar sem áður kom upp hraun. Menn hafa lengi talið að Bjartmarssteinn tengist huldufólki og sagnir herma að Bjartmarssteinn sé kaupstaður huldufólks við innanverðan Breiðafjörð.

Aðrir

Seljanes - Fornbílar til sýnis
Söfn
 • Seljanes
 • 380 Reykhólahreppur
 • 434-7720, 894-1011

Aðrir

Hótel Bjarkalundur
Hótel
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 5621900, 434-7863

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is