Flýtilyklar
Menning

Af nógu er að taka þegar kemur að menningu og listum á Vestfjörðum, sköpunargleði og framtakssemi hefur ávallt einkennt Vestfirðinga. Urmullinn allur af tónlistarviðburðum, listahátíðum og handverkshúsum þrífst vel víðsvegar á kjálkanum. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Handverk og hönnun
Heilmikil gróska er í hverskonar handverki og hönnun. Úrvalið er afar margbreytilegt og óhætt að segja að sköpunargleði Vestfirðinga sé óþrjótandi. Einstakt handverk og hönnunarvöru má nálgast með ýmsum hætti, meðal annars gegnum handverksmarkaði, sérverslanir eða gegnum listafólkið sjálft.
Setur og menningarhús
Á Vestfjörðum má finna ýmiskonar setur og menningarhús, þar sem allskyns listviðburðir, sýningar og fræðsla fyrir alla aldurshópa fara fram.
Söfn
Á Vestfjörðum má finna margskonar söfn og fræðasetur. Mörg þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka- lista- og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru sem dæmi tileinkuð göldrum, skrímslum og ýmsu öðru forvitnilegu.
Sýningar
Víða á Vestfjörðum má finna allskyns áhugaverðar sýningar, sem dæmi má nefna lista- sögu- og menningartengdar sýningar.