Flýtilyklar
Bolafjall

Bolafjall er frábær útsýnisstaður fyrir ofan Bolungarvík og segja má að fjallið sé einn helsti viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum. Frá fjallinu er stórbrotið útsýni að Hornstrandafriðlandinu, Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi og sumir segja alla leið til Grænlands. Sólsetrið er einnig sérstaklega fallegt frá Bolafjalli. Vegurinn upp á fjallið er eingöngu opinn yfir sumarmánuðina en hann var byggður fyrir Radarstöðina sem staðsett er á fjallinu. Stöðin var byggð af ameríska hernum á áttunda áratugnum en er núna rekin af íslensku Landhegigæslunni. Áður en farið er upp á Bolafjall, eða jafnvel eftir, þá mælum við með því að ferðamenn kíki við í Skálavík
Skálavík
Skálavík er næsta vík vestan við Bolungarvík en þar var byggð allt til fimmta áratugar síðustu aldar. Núna er sumarbústaðaland í víkinni og oft mikið fjör. Á góðum sumardögum þá safnast fullt af fólki saman á stöndinni og ef vel er heitt þá er stundum hoppað í Hylinn í Langá. Skálavík er paradís fyrir börn og algjörlega upplagt að stoppa þar og leika. Á leiðinni til baka er fullkomið tækifæri að kíkja upp á Bolafjall og kíkja aðeins á útsýnið.
Fuglaskoðun
Á Vestfjörðum má finna tvö af stærstu fuglabjörgum Evrópu, hér er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.
Bolafjall
Bolafjall er frábær útsýnisstaður fyrir ofan Bolungarvík og segja má að fjallið sé einn helsti viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum. Frá fjallinu er stórbrotið útsýni að Hornstrandafriðlandinu, Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi og sumir segja alla leið til Grænlands. Sólsetrið er einnig sérstaklega fallegt frá Bolafjalli. Vegurinn upp á fjallið er eingöngu opinn yfir sumarmánuðina en hann var byggður fyrir Radarstöðina sem staðsett er á fjallinu. Stöðin var byggð af ameríska hernum á áttunda áratugnum en er núna rekin af íslensku Landhelgisgæslunni. Áður en farið er upp á Bolafjall, eða jafnvel eftir, þá mælum við með því að ferðamenn kíki við í Skálavík
Vegurinn upp á fjallið er opnaður þegar aðstæður þykja vera orðnar góðar og lokað þegar snjóa tekur að hausti. Venjulega þá er vegurinn opinn frá miðjum júní til miðs septembermánaðar.