Flýtilyklar
Baðstaðir eru á nokkrum stöðum í Reykhólahreppi. Fyrst ber að geta Grettislaugar á Reykhólum sem er sundlaug staðarins og er staðsett litlu fyrir neðan bæinn. Sundlaugin er hituð með jarðhitavatni sem nóg er af á Reykhólum. Í Djúpadal í Gufudalssveit er yfirbyggð sundlaug sem tilvalið er að skella sér í á ferð um hreppinn.
Á Reykhólum má finna Sjávarsmiðjuna sem býður upp á þara- og sjávarböð sem eiga að vera heilsusamleg og góð fyrir húðina. Þarinn sem notaður er í böðin er unninn í Þörungaverksmiðjunni hf á Reykhólum.