Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hótel Edda Ísafjörður

Landslag og gróðurfar Vestfjarða bera sérstakan svip. Nálægð fjalls og fjöru er óvíða meiri og jafnvel tungutak íbúanna hefur einstakan blæ. Náttúran hefur farið óblíðum höndum um Vestfjarðakjálkann og mótað hann sterkum dráttum. Í friðlandinu á Hornströndum er dýralíf óspillt og hvergi á landinu komast ferðalangar á tveimur jafnfljótum í nánari tengsl við náttúruna. Hótel Edda á Ísafirði er þægilega staðsett og er tilvalinn staður fyrir fólk sem vill ferðast um Vestfirði. Hótelið er með 20 notaleg nýuppgerð herbergi með baði og að auki 20 herbergi með handlaug. Ágætis tjaldstæði eru við hótelið.

Aðstaða á staðnum:

 • Alls 40 herbergi
 • Svefnpokapláss
 • Morgunverðarhlaðborð
 • Ráðstefnu- og fundaaðstaða
 • Frítt internet
 • Tjaldstæði
 • Opið 13. júní –- 13. ágúst 2017
Hótel Edda Ísafjörður

Menntaskólinn

GPS punktar N66° 4' 24.997" W23° 7' 55.179"
Sími

444 4960

Fax

444-4001

Vefsíða www.hoteledda.is
Gisting 40 Herbergi / 76 Rúm
Opnunartími 11/06 - 18/08
Þjónusta Opið á sumrin Fundaraðstaða Athyglisverður staður Gönguleið Fuglaskoðun Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Bensínstöð Kaffihús Veitingastaður Tjaldsvæði Sundlaug Lögregla Golfvöllur Kjörbúð Bakarí Reiðhjólaleiga Banki Söluskáli Heilsugæsla Tekið við greiðslukortum

Hótel Edda Ísafjörður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Markaðsstofa Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-3002
 • travel(at)westfjords.is