Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Farfuglaheimilið Broddanesi

Gistiheimilið er opið frá því um miðjan mai fram í miðjan september. Á þessu tímabili er móttaka opin frá kl. 17:00-22:00. Utan þess tíma er að jafnaði hægt að hafa samband við rekstraraðila í farsíma.

Í íbúðinni á efri hæð hússins er boðið upp á gistingu í fimm 2ja manna herbergjum og einu 1-manns herbergi. Tvö sameiginleg salerni eru á efri hæðinni ásamt sturtum. Á neðri hæð hússins eru tvö fjölskylduherbergi, eitt 4-manna og eitt 6-manna. Í þessum herbergjum er boðið upp á gistingu í tveggja manna kojum. Kynjaskipt salerni eru á neðri hæðinni sem og tvær sturtur.

Innifalið í gistingu er alltaf sæng, koddi og rúmföt. Ekki er búið um rúmin heldur gera gestir það sjálfir við komu.

Stór og rúmgóð eldhús er báðum hæðum sem gestir hafa aðgang að og eruþau búin öllum nauðsynlegum áhöldum. Á báðum hæðum er sameiginlegborðstofa og setustofa þar sem hægt er að horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist, vafra um internetið, kíkja í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins. Gestir ættu að hafa í huga að ekki er boðið upp á veitingasölu og að það eru 35 km í næstu verslun.

Farfuglaheimilið Broddanesi

Broddanesskóli

GPS punktar N65° 35' 48.450" W21° 21' 54.002"
Sími

618-1830

Gisting 7 Herbergi / 20 Rúm
Opnunartími 15/05 - 15/09

Farfuglaheimilið Broddanesi - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Miðhús
Beint frá býli
  • Miðhús, Kollafirði
  • 510 Hólmavík
  • 451-3340, 663-4628

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is