Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Korpudalur HI Hostel

Farfuglaheimilið í Korpudal er á fallegu gömlu býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili með aðgangi að eldhúsi fyrir gesti. Mjög rúmgott tjaldsvæði er á túnunum í kring.

Farfuglaheimilið er innst í firðinum, umkringt háum fjöllum, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Í nágrenni við farfuglaheimilið eru margar fallegar gönguleiðir og þar má líka finna staði til að klífa eða renna fyrir fisk. Fimmtán km. merkt fjallleið liggur upp Korpudal og yfir Álftafjarðarheiði. Fuglaskoðarar geta fundið sér nóg til skemmtunar því í nágrenninu má sjá þúsundir sjófugla, smáfugla, anda og jafnvel erni. Á Ísafirði og Flateyri má komast í sund og heita potta eða leika golf. Reglulegar bátsferðir eru um Ísafjarðardjúp í Vigur og á Hornstrandir. Í nágrenninu eru mörg söfn og veitingastaðir. Á Flateyri er starfandi Kajakleiga.

Opnunartímar:
Opnunartími (yfir árið): 20 maí- 15 september


Korpudalur HI Hostel

Kirkjuból í Korpudal

GPS punktar N65° 59' 2.828" W23° 20' 21.257"
Sími

4567808

Opnunartími 20/05 - 15/09
Þjónusta Reykingar bannaðar Gönguleið Hótel / gistiheimili Veiðileyfi Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Tekið við greiðslukortum

Korpudalur Sumartilboð 2020

Sértilboð á gistingu sumarið 2020

20% Afsláttur af fyrstu nótt
30% Afsláttur af næstu nóttum

 • 2ja manna herbergi 12.160kr / 10.640kr
 • 3ja manna herbergi 16.160kr / 14.140kr
 • 4ja manna herbergi 21.440kr / 18.760kr

Frítt fyrir 4 ára og yngri, 5-12 ára eru á hálfu verði.  Hafið samand til að fá tilboð :)

Sumarhús með pláss fyrir 8 í rúmmum + 2 í svefnsófa

 • Verð 34.560kr fyrsta nótt, 30.2400kr næstu nætur

Erum staðsett miðsvæðis á norðanverðum vestfjörðum í botni Önundarfjarðar.

 •  Einstaklega skjólsælt umhverfi umlukið fjöllum.
 • Skemmtilegar gönguleiðir, gönguleiða kort á staðnum + á Wapp appinu
 • Fjölbreytt fuglalíf
 • Kajakar á Flateyri
 • Sjóstangveiði á Flateyri

Nánari upplýsingar, tilboð og bókanir á korpudalur@korpudalur.is

Tilboð

Korpudalur HI Hostel - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Vestfjarðaleið ehf.
Dagsferðir
 • Sundstræti 39
 • 400 Ísafjörður
 • 893-8355
Eagle Tours
Ferðasali dagsferða
 • Urðarvegur 80
 • 400 Ísafjörður
 • 858-4530
Náttúra
8.44 km
Holtsfjara

Önundarfjörður er einstaklega fallegur fjörður, meira að segja á Vestfirskan mælikvarða. Þetta er að mestu leiti að þakka Holtsfjöru sem einkennist af gulleitum skeljasandi. Heimsókn í Holtsfjöru á góðm sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum.

Náttúra
14.58 km
Sæunnarhaugur

Kýrin Sæunn er sá gripur sem flestir munu hafa heyrt um úr bústofni Kirkjubóls. Sæunn synti yfir þveran Önundarfjörð og bjargaði þannig lífi sínu einn kaldan októberdag árið 1987. Hún lifði í sex ár eftir það í góðu yfirlæti á Kirkjubóli en var þá felld og heygð í sjávarkambinn þar sem hana bar að landi forðum og heitir þar Sæunnarhaugur.
Sundafrek Sæunnar eða Hörpu eins og hún hét fyrir sundið mikla komst í fréttir bæði hérlendis og erlendis enda fátítt að kýr leggist til sunds hvað þá svona langa leið.

Náttúra
21.85 km
Skrúður
Skrúðgarðurinn Skrúður í Dýrafirði var opnaður þann 7. ágúst árið 1909. árið 1992 ákvað hópur áhugasamra einstaklinga sig til og tók garðinn í gegn og í ágúst árið 1996 var honum skilað aftur til fyrrum eiganda síns, Menntamálaráðuneytisins. Ráðuneytið gaf Ísafjarðarbæ garðinn í nóvember sama ár til umhugsunar. Garðurinn var stofnaður til þess að tengja saman náttúruna, menntun tengda umhverfinu og Héraðsskólann á Núpi. Garðurinn er góð innsýn í sögu grasafræðinnar á Íslandi og þá einkum og sér í lagi vegna fjölda tegunda og staðsetningar nánast norður á hjara veraldar.

Aðrir

Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space
Sýningar
 • Aðalstræti 22
 • 400 Ísafjörður
 • 868-1845
Dellusafnið
Söfn
 • Hafnarstræti 11
 • 425 Flateyri
 • 893-3067

Aðrir

Heimabyggð Kaffihús
Veitingahús
 • Aðalstræti 22b
 • 400 Ísafjörður
 • 6974833
Mamma Nína Pizzeria
Veitingahús
 • Austurvegur 1
 • 400 Ísafjörður
 • 4564454

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is