Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Afþreying

img_7915.jpg
Afþreying

Vestfirðir hafa upp á margt að bjóða og það ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast á ferð sinni um kjálkann. Hvort sem það eru gönguferðir, bátsferðir, söfn eða kaffihús sem heilla, það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Kajakferðir / Róðrarbretti

Það er skemmtileg upplifun að róa um á kajak, Vestfirðir henta sérlega vel til slíkrar iðju með skjólgóðum fjörðum og fjölbreyttu dýralífi meðfram ströndinni. 

Golfvellir

Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða á Vestfjörðum eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.

Stangveiði

Á Íslandi er ógrynni áa og vatna. Tækifæri til stangveiði eru því óþrjótandi.

Vetrarafþreying

Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. 

Sundlaugar

Sundlaugar er víða að finna á Vestfjörðum, í byggð, við gamla héraðsskóla eða yfirgefnar einar úti í náttúrunni. Þær eru eins mismunandi og þær eru margar, það er því um að gera að heimsækja sem flestar á ferð sinni um Vestfirði. 

Ísklifur og jöklaganga

Það er ólíklegt að fólk gleymi fyrsta skiptinu sem það prófaði ísklifur. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á ísklifursferðir vítt og breitt um landið.

Gönguferðir

Á eigin vegum eða með leiðsögn, ganga er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. 

Náttúrulegir baðstaðir

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Vestfirðir eru ríkir af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum.

Norðurljósaskoðun

Það þreytist aldrei að horfa upp í skæran himininn, fjarri öllum ljósbjarma og sjá norðurljósin dansa. 

Bæjarganga

Að fara í gönguferð um bæi, með leiðsögumanni sem vel þekkir til allra króka og kima, er oft fróðleg viðbót við ferðalagið. 

Fjölskyldu- og skemmtigarðar

Víða má finna leikvelli og áningastaði þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman.

Hjólaleigur

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða á Vestfjörðum er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Skíði

Fyrir þá sem vilja fara á skíði eða snjóbretti og halda sig við skíðasvæðin þá er bæði skíða og gönguskíðasvæði á Ísafirði. En þó það sé ekki mörg skíðasvæði á Vestfjörðum þá látum við það ekki stoppa okkur, bara að skella undir sig skíðunum og halda af stað. 

Hjólaferðir

Á eigin vegum, undir leiðsögn eða á leigðum hjólum. 

 

Jeppa- og jöklaferðir

Jeppaferð upp um fjöll og firnindi, hvort sem er að vetri til eða sumri, með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.

Dagsferðir

Kjörin leið til þess að kynnast því sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Fuglaskoðun

Á Vestfjörðum má finna tvö af stærstu fuglabjörgum Evrópu, hér er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar. 

Vélsleða- og snjóbílaferðir

Snjósleða- og fjórhjólaferðir henta fólki sem kann að meta fjör og vill hafa fríið svolítið ævintýralegt.

Selaskoðun

Selir eru einstaklega falleg og skemmtileg dýr. Þeir eru líka sagðir skemmtilega forvitnir.  Selaskoðun er því frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna. 

Hestaafþreying

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Víða er að finna hestaleigur þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Matarupplifun

Smakkaðu á því sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða.

Sjóstangaveiði

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða um Vestfirði er hægt að komast í slíkar ferðir. 

Ljósmyndaferðir

Það er geysilega vinsælt að mynda Ísland, enda myndast landið einstaklega vel. Hægt er að bóka sérstakar ljósmyndaferðir með leiðsögn ljósmyndara sem velur fallega staði til ljósmyndunar og gefur góð ráð.

Bátaferðir

Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Vestfjörðum, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.

Hvalaskoðun

Um tuttugu tegundir hvala þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar. Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is