Fara í efni

Balinn listarými - Húsið sem talaði upp úr svefni

17. júní - 27. ágúst

Upplýsingar um verð

Frítt inn

Húsið sem talaði upp úr svefni 

Húsið sem talaði upp úr svefni er listasýning sem leitast við að skapa sameiginlegann grundvöll fyrir sögur sem við höfum glatað og nýjar leiðir til að finna þær aftur. Listamennirnir notast við ólíkar sem líkar leiðir til að fást við notaða hluti, frásagnir og tengingar milli þátíðar og nútíðar, listaverkin umbreyta merkingu þeirra yfir í nýjar sögur og strjálar minningar, allt umvafið heimili Balans.

Listamenn

Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Egill Sæbjörnsson
Ágústa Oddsdóttir
Emilie Dalum

Með framlagi frá Sesselju Fanneyju Kristjánsdóttur og Ágústu Birnu Kristjánsdóttur.

Balinn listarými 

Yfirgefin hús eða eyðibýli hafa mikið aðdráttarafl, hvort sem um ræðir óheflaða fegurð eða einhverja dulúð, þá hafa þau ávallt dregið til sín fólk. Balinn listarými er tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt með engu rafmagni eða rennandi vatni.

Húsið var byggt 1910 að Brekkugötu 8 Þingeyri en hefur verið óíbúðarhæft og nærri ósnert í yfir tvo áratugi. Í samstarfi við listasýninguna The Factory í síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, var húsinu breytt í listagallerí árið 2019. Frá og með þessu ári mun galleríið starfa sem sjálfstæður vettvangur.

Ætlunin er að skapa rými þar sem listamenn geta verið í stöðugu samtali við sögu hússins, arkitektúr þess og umhverfið í kring. Með því að tengja saman umhverfi landsbyggðarinnar og svæðisbundna þætti, er stefna Balans listarýmis að gera list aðgengilega og sýnilega fyrir alla, hvar sem þeir búa.

Húsið sem talaði upp úr svefni er partur af sýningunni Umhverfing nr. 4.
Styrkt af Öll vötn til Dýrafjarðar / Byggðastofnun. 

GPS punktar

N65° 52' 33.684" W23° 29' 26.158"

Staðsetning

Brekkugata 8, Þingeyri, Iceland

Sími