Fara í efni

Hátíð fer í hönd í Hólmavíkurkirkju

10. desember

Upplýsingar um verð

4900/2500

Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur nú tekið höndum saman og mun það bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði dagana 10.-12. desember. Hópurinn hefur nokkrum sinnum áður sungið jólin í hjörtu Vestfirðinga við góðar undirtektir. Hann samanstendur af Dagnýju Hermannsdóttur, Jóni Hallfreð Engilbertssyni, Pétri Erni Svavarssyni, Stefáni Jónssyni og Svanhildi Garðarsdóttur. Auk þeirra mun sópransöngkonan Sigrún Pálmadóttir koma fram með hópnum á Ísafirði.

Tónleikarnir í Hólmavíkurkirkju verða föstudaginn 10. desember kl. 20. Boðið verður upp á hraðpróf fyrir tónleika.

Miðasala fer fram á tix.is: https://tix.is/is/search/?k=h%C3%A1t%C3%AD%C3%B0%20fer%20%C3%AD%20h%C3%B6nd 

Staðsetning

Hólmavíkurkirkja

Sími