Fara í efni

Harmonikudagur á Þingeyri

12. júní kl. 15:00-17:00

Upplýsingar um verð

aðgangur ókeypis

Harmonikudagurinn  verður haldinn laugardaginn 12. júní í Félagsheimilinu á Þingeyri frá kl. 3- 5, strax að loknum aðalfundi Harmonikufélags Vestfjarða, sem hefst kl 14:15.

Harmonikukallarnir á Þingeyri ásamt Baldri Geirmunds, Villa Valla og Magnúsi Reyni leika listir sínar. Kaffiveitingar í boði Harmonikufélags Vestfjarða. 

Rútuferð frá Ísafirði í boði félagsins, brottför frá Hlíf kl 13:00 og til baka frá Þingeyri kl 17:00. Tilkynna þarf hverjir þiggja far í 897-6744, eigi síðar en 10. júní.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Staðsetning

Félagsheimilið Þingeyri

Sími