Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Einangrun - leiksýning á Ísafjarðarflugvelli

13. júní kl. 10:20

Upplýsingar um verð

Ókeypis

Við lifum á öld samskipta á stafrænum vettvangi en á sama tíma einkenna einmanaleiki og depurð líf alltof margra. Deilum við raunverulega gleði og sorg með hvert öðru?

Leikhúsið er listform sameiningar og hér er hinn kynngimagnaði kraftur sviðslistanna nýttur til hugrenninga um einangrun í öllum sínum myndum. Hvað er það sem einangrar okkur, frá hverju og hvers vegna?

Einangrun er samskotsverk úr smiðju Leikhópsins Lakehouse þar sem raðað er saman ljóðum, örsögum og stuttum leikþáttum. Ellefu höfundar hvaðanæva af landinu lögðu til efnivið og úr varð 30 mínútna verk er birtist okkur í óvenjulegu umhverfi – á flugvöllum í fjórum landshlutum - í flutningi Guðmundar Inga Þorvaldssonar leikara og tónlistarmanns.

Leikhópurinn Lakehouse hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir sýningar sínar Rejúníon og Í samhengi við stjörnurnar. Hópurinn sækist eftir því að veita fjölbreyttum röddum hljómgrunn og kallaði eftir efni frá skáldum í öllum landshlutum við undirbúning sýningarinnar. Lakehouse vill með þessu verki heiðra íslenska trúbadorinn, sögumanninn eða shamaninn sem glæðir samverustundir þorpsbúanna lífi með tilfinningaþrungnum frásögnum sínum, ádeilu, háði og kímni.

Sameinumst í einangruninni.

GPS punktar

N66° 3' 18.646" W23° 8' 32.407"

Staðsetning

Ísafjarðarflugvöllur

Sími