ATH: nú er unnið að því að endurhanna safnið og setja það upp í nýju húsnæði. Það verður því lokað sumarið 2023.
Á Náttúrugripasafninu eru selir og villt landspendýr Vestfjarða til sýnis og hvítabjörn sem veiddur var fyrir utan Vestfirði.
Þar eru yfir 250 fuglar af 169 tegundum og ýmsum litarafbrigðum. Egg flestra varptegunda og hrafnshreiður.
Steinasafn kemur að grunni til frá Steini Emilssyni en einnig frá öðrum söfnurum. Skeljar og surtarbrandur sem sýnir hve gríðarstór tré uxu á Íslandi fyrir langa löngu. Kjálkabein úr líklega stærsta steypireiði sem veiddur hefur verið og er hluti af samstarfssýningu Náttúrugripasafns Bolungarvíkur og Skrúðs í Dýrafirði en beinin stóðu þar í tæp 80 ár. Ný sýning er í gangi tengd hrafninum og hvernig hann hefur tengst okkur í gegn um menningu öldum saman.