Hjólreiðar Vestfirðir er bandalag hjólreiðamanna sem lifa fyrir hjólreiðar.
Við þekkjum þennan stað og fólkið sem gerir hann sérstakan og við vinnum að því að tengjast
bæjum og styrkja samfélög okkar með reiðhjóla ferðaþjónustu. Við skipuleggjum
keppnir, ferðir, bæði með og án leiðsagnar sem passa hverjum og einum einstakling eða hópi. Við
teljum að allir ættu að hafa tækifæri til að upplifa Vestfirði á reiðhjóli.
Þegar við erum ekki að leiðbeina í ferðum, laga hjól eða ráðleggja þér hvaða leið sé best að fara, erum við
að hjóla sömu vegi og spjalla við eigendur fyrirtækja á svæðinu um framtíð reiðhjólaferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Þess vegna getum við sagt með vissu að þegar þú hjólar leiðirnar okkar að þú sért í góðum höndum ef eitthvað fer úrskeiðis.