Á skíðasvæðinu í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Í dalbotninum er barnalyfta fyrir þá sem eru að taka fyrstu beygjurnar. Beint fram af Sandfellinu eru mjúkir en brattir hjallar sem aðeins eru troðnir að hluta, þannig að auðvelt er að skíða utanbrautar.
Innar í dalnum við Miðfellslyftuna, eru mýkri brekkur fyir meðalmennina sem reyndara skíðafólk sem ekki vill ýta sér niður brekkurnar ! Frá enda lyftunnar er upplagt að skella skíðunum á bakið og rölta upp á Miðfellið og njóta útsýnisins þaðan. Í sunnanverðu Miðfellinu er brött og skemmtileg brekka. Frá enda Miðfellslyftunnar eru mjúkar brekkur niður dalbotninn sem eru upplagðar fyrir fjölskylduna.
Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan.
Ef aðstæður leyfa búa starfsmenn til stökkpalla, bordercross brautir og fleira til að stytta brettaköppum stundir.