Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Aukin umsvif hjá Örnu Ehf. í Bolungarvík

Í Bolungarvík starfar mjólkurvinnslan Arna sem sérhæfir sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum. Fyrirtækið hefur starfað síðan árið 2011 og hefur fjöldi vöruflokka aukist ár frá ári. Fyrirtækið var stofnað í þeim tilgangi nýta þá mjólkurframleiðslu sem fram fer á Vestfjörðum til þess að skapa störf í heimabyggð og einnig vegna þess að neytendur sem ekki gátu neytt mjólkurvara voru vanræktir af hinum mjólkurframleiðslufyrirtækjunum. Arna lítur á smæð sína og nálægð við náttúruna á Vestfjörðum sem kosti frekar en galla og þar af leiðandi er hægt að leggja meiri alúð að vörunni og framleiðslunni.

Vörurnar sem Arna framleiðir henta öllum þeim sem vilja neyta ferskra mjólkurafurða, en sérstaklega þeim sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa. Arna vill leggja sitt af mörkum til lausnar á þeim vanda er skapast þegar mjólkursykursóþol er til staðar hjá fólki. Fyrirtækið býður því upp á fjölbreytta vörulínu sem samanstendur af 16 vörunúmerum en enn fleiri eru í býgerð hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið framleiðir í dag, jógúrt, gríska jógúrt, skyr, fetaost, óhrært skyr, mjólk, rjóma, ab-mjólk, ísblöndu og næst á dagskrá er þróun íss og jafnvel fleiri vörutegunda.

Mjólkurvinnslan Arna ásamt athafnamanninum og fjárfestinum Jón Von Tetzcner tilkynntu núna á síðastliðnum dögum um opnun kaffihúss og ísbúðar á Seltjarnarnesi í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta. Allar mjólkurvörur í kaffihúsinu munu koma frá Örnu í Bolungarvík. Þetta mun bæði vera mikil þjónustubreyting fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol á Höfuðborgarsvæðinu og töluverð framleiðsluaukning hjá Örnu í Bolungarvík. 


Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is