Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ábyrg ferðaþjónusta

Sex ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að þau muni stunda ábyrga ferðaþjónustu. 
Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.

Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

Markmið hvatningarverkefnisins er meðal annars að:

•                    Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

•                    Setja fram skýr skilaboð frá ferðaþjónustufyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg.

•                    Draga fram dæmi um það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.

•                    Skipuleggja fræðsluviðburði þar sem fyrirtækin fá stuðning til að setja sér markmið, fræðast og bera saman bækur sínar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

•                    Kynna bestu aðferðir frá sambærilegum verkefnum erlendis frá.

Með undirritun eru fyrirtækin hvött til að fylgja viðmiðum og skilgreiningum sem þróaðar hafa verið á alþjóðavísu um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í ferðaþjónustu, en með áherslu á aðlögun að íslenskum aðstæðum og áskorunum eins og m.a. er gert með Vakanum. 

Það er von Markaðsstofu Vestfjarða að fleiri vestfirsk fyrirtæki taki þátt í verkefninu. 


Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is