Flýtilyklar
Fisherman Hótel
Fisherman er ferðaþjónn á Suðureyri sem hefur m.a. 18 herbergi í boði fyrir gesti sem vilja upplifa sjávarþorpið Suðureyri og Vestfirði í heild sinni. Við höfum bæði herbergi með sameiginlegu baðherbergi og einnig herbergi með eigin baðherbergi. Öll herbergi og veitingarými eru reyklaus og því miður getum við ekki leyft dýrum að koma með að tilitsemi við aðra gesti. Tengsl ferðaþjónustu og atvinnulífs í litlu vistvænu sjávarþorpi hefur notið vinsælda meðal okkar gesta. Hægt er að heimsækja þorskinn í lóninu, skella sér á sjóinn sem háseti á línubát, heimsækja fiskvinnsluna á staðnum eða fara í matarferð með leiðsögn um vistvænt sjávarþorp. Við erum stolt af því að vera ferðaþjónar í sjávarþorpinu Suðureyri og okkur langar að hjálpa þér að upplifa Sjávarþorpið Suðureyri. Skoðaðu úrvalið af gistingu hér.
Aðalgata 14

Sælkeraferð fylgir gistingu
Allir þeir sem gista á Fisherman Hótel í sumar fá sannkallaða upplifun með í kaupbæti.
Sælkeraferðin okkar eða "Seafood Trail" er 60-90 mínútna gönguferð sem farin er með leiðsögumanni. Leiðsögumaðurinn segir gamlar og nýjar sögur af fisknum og fólkinu á Suðureyri og stiklar á stóru um sögu bæjarins. Að auki fá gestir að sjá fiskvinnslu á svæðinu og fræðast um hvernig fiskurinn er verkaður. Á meðan að á göngunni stendur munu gestir fá að smakka okkar víðfrægu fiskibollur, handbarinn harðfisk og enda svo ferðina á plokkfisk sem eldaður er í kennslueldhúsi Fisherman, beint fyrir framan þá.
Fisherman Hótel - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands