Flýtilyklar
Veitingar

Fyrir svanga og þyrsta er óþarfi að örvænta, því víða má finna veitingastaði, kaffihús, sjoppur og matvöruverslanir.
Barir og skemmtistaðir
Langar þig í einn kaldan eftir langan og skemmtilegan dag? Skelltu þér á pöbbinn, ræddu heimsmálin við bæjarbúa og fáðu hugmyndir af áhugaverðum stöðum til að kíkja á.
Beint frá býli
Viltu fá matinn þinn algjörlega milliliðalaus? Kíktu við á einum af þessum bæjum og keyptu beint frá býli.
Kaffihús
Langar þig í góðan kaffibolla og kannski eina kökusneið með? Fáðu þér endilega sæti á einu af yndislegu kaffihúsunum á Vestfjörðum.
Veitingahús
Urmull veitingastaða er að finna á Vestfjörðum í ýmsum verð- og gæðaflokkum og því af nógu að taka fyrir alla. Margir hverjir bjóða upp á rétti úr héraði, þar sem hráefni hefur verið sótt úr náttúru Vestfjarða.