Edinborg Bistró er staðsett í Menningarmiðstöð Ísafjarðar í einu fallegasta og í árdaga þess, stærsta húsi bæjarins.
Hvort sem þú vilt bragða á íslenskri matarmenningu, fá þér kaffi og köku, eða einfaldlega skemmta þér með einn kaldan á kantinum. Þá er Edinborg Bistró staðurinn þinn.
Á veitingastaðnum er fjölbreytt dagskrá allan ársins hring meðal annars myndlistarsýningar, bjórbingó, diskótek, og lifandi tónlist. Hérna má fylgast með því sem er á döfinn hverju sinni.
Borðapantanir og nánari upplýsingar í s: 456-8335