Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
19.-20. júlí

Út um allt - Tónleikar

Upplýsingar um verð

kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14 ára og yngri

Bonnie og Clyde íslenska söngvaskáldabransans, þau Svavar Knútur og Kristjana Stefáns hyggjast þeysast um landið í júlí næstkomandi á sinni árlegu sumartónleikaferð.
Kristjana og Svavar Knútur munu á ferð sinni heimsækja alla helstu landsfjórðungana og kynda undir sumarfiðringi landans með húmor og hlýju, krúttlegum kvöldsöngvum, angurværum Abbalögum og sígildum söngperlum. Þá munu sagðar sögur, lesin ljóð og klassísk íslensk kvöldvökustemmning höfð í hávegum.

Verða þau með tónleika á Vagninum, Flateyri, þann 19. júlí og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 20. júlí. 

Svavar Knútur á að sjálfsögðu djúpar rætur á Flateyri en þau Kristjana eiga líka bæði góðar minningar um tónleikahald og frábærar stundir á Flateyri gegnum tíðina. Vagninn er þjóðsagnakenndur tónleikastaður og auðvitað er bara ómissandi að syngja á þessum frábæra stað.

Ísafjörður á stóran stað í hjörtum bæði Svavars Knúts og Kristjönu og tengjast þau bæði mörgum Ísfirðingum djúpum vináttuböndum. Það er því mikil gleði að fá að halda tónleika í Edinborgarhúsinu á laugardagskvöldi og gera mikið skrall!

Kristjana og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram víða um land við gríðargóðar undirtektir. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem er löngu uppseld hjá útgefanda.

Miðasala á www.tix.is. Miðaverð er kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14 ára og yngri

GPS punktar
N66° 2' 39.743" W23° 16' 5.171"
Staðsetning
Ísafjarðarbær

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is