Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
6.-11. ágúst

Tungumálatöfrar

Upplýsingar um verð

15000

Um Tungumálatöfra

Tungumálatöfrar er sumarnámskeið á Ísafirði fyrir tví- og fjöltyngd börn og er markmið þess að búa til málörvandi námskeið í gegnum listkennslu, þar sem íslenska er annað eða eitt af mörgum tungumálum barnanna. Námskeiðið er hugsað fyrir íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi en er um leið opið öllum börnum.

Listamenn og kennarar leiða börnin áfram í umhverfi sem styrkir sjálfsmynd þeirra og lýkur sumarnámskeiðinu með tungumálaskrúðgöngu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt.

Námskeiðið fer fram í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði sem rekur verkefnið í samstarfi áhugamannahóp um fjöltyngi., sem samanstendur af fólki frá öllum skólastigum, liststofnunum og störfum. Verkefnið hefur nú þegar hlotið styrk frá Ísafjarðarbæ og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Uppbygging námskeiðsins

Kennt verður frá kl. 13-17 í eina viku, 6. – 11. ágúst. Kennslan er blanda af leikjum, tónlist, sögum, skoðunarleiðangri og verkefnavinnu. Í upphafi hverrar kennslustundar verður byrjað á því að hita upp með tónlist og leik en eftir það verður farið í verkefni dagsins. Boðið verður upp á ávexti og drykki í miðri dagskrá og þá gefst stund til að spjalla um allt milli himins og jarðar. Nemendur nota hugmyndaflug sitt við úrvinnslu verkefna og leitað verður eftir viðbrögðum hjá þeim til að hvetja þau til að tjá sig á. Verkefnin gefa hverju barni tækifæri til að nota fleiri en eitt tungumál og kenna hinum börnunum á námskeiðinu sitt tungumál.


Unnið er með þema sem tengist umhverfinu á Ísafirði. Sjónum, bátunum, sjóferðum og fólkinu.   

 

Á lokadegi  er efnt til tungumálaskrúðgöngu þar sem börn og bæjarbúar ganga frá Menningarmiðstöðinni Edinborg niður  í Neðstakaupstað til þess að fleyta bátum og fagna fjölbreytileikanum. Sungið er í fjöruborðinu og efnt til matarveislu. Hugmyndir eru um að blása til bæjarveislu árið 2018 þar sem foreldarar barnanna taka meiri þátt í skrúðgöngunni, til dæmis með því að búa til fána og fígúrur, klæðast þjóðbúningum og setja upp matartjöld frá mismunandi heimshornum.

 

Dagskrá fyrir 2018

Námskeiðið verður haldið 6. – 11. ágúst frá kl. 13 – 17. Unnið verður með leikskóla í Ísafjarðarbæ að því að gera tungumál og fjölbreytni að þema þessarar viku sem Tungumálatöfrar standa yfir. Tungumálaskrúðgangan verður þann 11. ágúst.

Boðið verður upp á 30 pláss fyrir 5 – 8 ára börn. Jafnframt verður dregið saman hvaða námskeið eru í boði fyrir eldri börn á svæðinu og námskeiðið tengt við tungumálaskrúðgönguna sem verður opin öllum.

Lögð verður áhersla á að börn sem að búa erlendis geti ræktað tengsl sín við Ísland og skapað tengingar við börn sem að búa á Íslandi. Einnig verður lögð áhersla á að ná til barna innflytjenda á Íslandi.

Þess má geta að Elíza Reid forsetafrú mætti í Tungumálaskrúðgönguna og var fundarstjóri á fundinum um framtíð verkefnisins. Hún ásamt bæjaryfirvöldum og stofnunum á svæðinu hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og styðja það heilshugar.

 

Eftirfarandi myndband var sett saman um Tungumálatöfra:

https://www.youtube.com/watch?v=e062LVpCMi8

 

Skráning

GPS punktar
N66° 4' 15.754" W23° 7' 16.244"
Staðsetning
Cafe Edinborg, Isafjordur and Isafjardardjup
Sími

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is