Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
1. júní - 31. ágúst

THE FACTORY listasýningin

Upplýsingar um verð

Aðgangur ókeypis
THE FACTORY
 
The Factory listasýningin verður haldin í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík dagana 1. júní til 31. ágúst 2018. Samsýningunni er ætlað að leggja áherslu á persónuleg tengsl listafólksins við Ísland og þau augu sem það lítur landið. Í ár sýna 16 erlendir listamenn og listahópar á The Factory.
 
Á fjöllistasýningunni í The Factory má sjá mjög fjölbreytt úrval sjónlista, þar á meðal ljósmyndir, málverk, hljóðverk, blandaða tækni, myndbandalist og innsetningar. Allt þetta sameinast í fjölbreyttri og kraftmikilli sýningu sem ætlað er að höfða til sem flestra.
 
Gamla síldarverksmiðjan í Djúpavík öðlast nýtt og heillandi yfirbragð þar sem hún tengir saman liðna tíma og nútímalist. Markmiðið er að efla bæði samfélagið og listafólkið, ásamt því að draga fram Ísland og sýna fram á þá andagift sem list og menning innblásin af því færir fólki.
 
Listasýning ársins 2018 er sú þriðja undir samheitinu The Factory.
Sýningin er haldin á Hótel Djúpavík.
 
Frá 1. júni til 31. águst, 2018
Opið daglega frá 9 til 18.30
Aðgangur ókeypis
 
Facebook: /thefactorydjupavik
Instagram: #djupavikart
Webpage: djupavik.is
 
 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal Djúpavík - viðburðir
GPS punktar
N65° 56' 41.109" W21° 33' 26.988"
Staðsetning
Djúpavík's old herring factory
Sími

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is