Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
3. júlí kl. 20:00

Kyiv Soloists og Selvadore Rähni

Tónlistarhátíðin Miðnætursól í Félagsheimili Bolungarvíkur.

SelvaKyiv Soloists er úkraínsk kammersveit.

Selvadore Rähni er eistneskur klarínettleikari.

Kammersveitin Kyiv Soloists kemur fram ásamt einleikaranum Selvadore Rähni og flytur Klarínettukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart.

Eftir hlé flytur kammersveitin Kiev Soloists Sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir W.A. Mozart.

Kammersveitin Kyiv Soloists kemur frá Kiev, höfuðborg Úkraníu, og samanstendur af úkraínsku tónlistarfólki sem hefur sigrað úkraínskar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir.

Selvadore Rähni hefur búið á Íslandi frá 2010 og er skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur. Hann hefur komið fram sem einleikari víða í Evrópu og Japan og leikið einleik sem gestaleikari með mörgum þekktum evrópskum og japönskum hljómsveitum.

Tónleikarnir eru hluti af Tónlistarhátíðinni Miðnætursól sem er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Bolungarvíkur og Bolungarvíkurkaupstaðar.

Tónleikarnir fara fram í Félagsheimili Bolungarvíkur miðvikudaginn 3. júlí og hefjast kl. 20:00.

Miðaverð
Stakur miði kr. 3.000.
Tveir miðar kr. 5.000.
Eldri borgarar og börn undir 18 ára aldri kr. 2.000.
Tónleikar henta ekki börnum yngri en 7 ára.

Kaupa miða: https://tix.is/is/event/8342/kyiv-soloists-og-selvadore-rahni/ 

GPS punktar
N66° 9' 6.379" W23° 15' 42.152"
Staðsetning
Bolungarvík

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is