Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
25.-28. febrúar

Kayaknámskeið

Upplýsingar um verð

70.000. kr
Viltu kynnast náttúrunni og landinu á nýjan hátt?  Viltu eiga frábært ævintýri með góðum vinum eða kynnast nýju fólki? Viltu stinga af og njóta einstakrar náttúrufegurðar Vestfjarða?  Hefur þig dreymt um að róa á spegilsléttum sjó innan um seli og sjófugla.  Nú er tækifærið! Komdu vestur í Ísafjarðardjúp á kajaknámskeið með Veigu Grétarsdóttur hringfara.
 

Námskeið þessi verða haldin í samstarfi við ferðaskrifstofuna Borea og Sveitahótelið í Heydal. Námskeiðið er sniðið að byrjendum í kajakróðri og fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja bæta við reynsluna.  Farið verður í gegnum grunnatriði, svo sem áratök, róðratækni, bjarganir og eins hvernig er best að umgangast kajakinn og búnaðinn sem nota þarf í sportið.  Hluti kennslunnar fer fram innandyra en megnið á sjó þar sem verður róið á milli staða og út í eyjar ef veður leyfir, þar sem fólki gefst kostur á njóta kyrrðarinnar í óspilltri náttúrunni.

Innifalið er:

  • Kajaknámskeið
  • Kajak, þurrgalli og allt sem til þarf
  • Gisting í 3 nætur
  • Morgunmatur í 3 daga
  • Smurt nesti fyrir daginn 

Allar frekari upplýsingar og bókanir má finna hér.

GPS punktar
N65° 50' 38.244" W22° 40' 48.164"
Staðsetning
Heydalur, isafjordur
Sími

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is