Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
19.-21. júní

Jóga-retreat í Holti, Önundarfirði

Upplýsingar um verð

36.900 kr.

Helgina 19.-21. júní ætla Íris og Andrea sem standa fyrir Jógabílnum að halda retreat á Holt Inn í Önundarfirði.

Verðinu er haldið í lágmarki til að sem flestir geti tekið þátt. Við ætlum að iðka jóga saman, fagna sumarsólstöðum og borða hollan og næringarríkan mat.

Dagskráin er sem hér segir (með fyrirvara um breytingar):

Föstudagur 19. júní
Mæting seinni partinn, þátttakendur koma sér fyrir í herbergjum og lenda á Holt Inn.
19:00 Léttur kvöldverður
20:30 Yin Yoga 
22:00 Kvöldganga á ströndinni

Laugardagur 20. júní
08:30 Morgunjóga í náttúrunni til að vekja líkama og sál.
10:00 Morgunverður, te, kaffi og tilheyrandi.
  ♥ Þitt flæði*
12:00 Kraftmeiri jógatími á Holtsbryggju
13:30 Næringarríkur löns
  ♥ Þitt flæði*
19:00: Slow flow tími
20:15: Mega gúrm dinner
*21:44 Kakó og kósí. Varðeldur í fjörunni þar sem sumarsólstöður verða haldnar við helst dramatískar aðstæður og auðvitað trúnó.

*Sumarsólstöður verða kl 21:44

Sunnudagur 21. júní
08:30 Hugleiðsluganga þar sem við endum í jóga í náttúrunni
10:00 Farvel bröns 
13:00 Asthanga tími og djúpar yin teygjur fyrir heimför.
14:00: Kveðjuknús 

* Tíminn er hugsaður fyrir þig til að finna þitt eigið flæði, hvort sem það eru göngur, hugleiðsla, dagbókarskrif, sund, söngur, listsköpun eða eitthvað annað sem kemur til þín. Einnig er möguleiki á að við förum saman í gönguferð/ir en þá fyrir þau sem finna það hjá sjálfum sér.

Eins og tekið hefur verið fram þá verður verðinu stillt í hóf, innifalið er:

♦ Gisting í tvær nætur á Holt Inn í vel útbúnu tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og stórkostlegu útsýni
♦ Fullt fæði
♦ Te og Kaffi ☕️
♦ Ávextir, hnetur og annað millimál
♦ Jógatímar
♦ Kvöldvaka og kakó
♦ Vestfjarðarpakki (listi yfir staði á Vestfjörðum sem gaman er
að heimsækja - smá insider upplýsingar frá Írisi og ömmum
hennar)

Verð kr 36.900,- á mann m.v. tvo í herbergi.
Verð í single herbergi kr. 46.900,- (Ath. aðeins tvö einstaklings herbergi eru í boði)
* Þetta verð og þessar upplýsingar miðast við lágmarksþáttöku (15 manns)


*Staðfestingargjald kr. 11.000kr er óafturkræft

Bókaðu þitt bláss með því að smella á hlekkinn hér að neðan:
https://holtinn.is/book-now/

Þú þarft þá að velja þessar nætur (19.júní - 21.júní) í leitarvélinni og upp koma tveir jógaretreats valmöguleikar:

1. Tveggja manna herbergi fyrir með fullu fæði og jógakennslu (og öllu því tilheyrandi sem kemur fram í lýsingu helgarinnar)
kr. 73.800 (sem síðan deilist á tvo einstaklinga)
2. Einstaklingsherbergi á kr. 46.900

Varðandi gististaðinn Holt Inn:
Öll herbergin eru tveggja manna, sum þeirra eru deluxe og önnur eru standard. Sama verð mun gilda fyrir öll herbergin og því gildir reglan "fyrstur bókar, fyrstur fær"

Skráning og frekari upplýsingar fást hér:
https://holtinn.is/is/boka-nuna/ (ath. það þarf að velja dagsetningarnar 19.-21. júní til að fá jóga retreatið upp í bókunarvélinni)
jogabillinn@gmail.com

-Bókunarfrestur er til og með 11. júní 2020

GPS punktar
N66° 0' 26.829" W23° 26' 23.625"
Staðsetning
Holt Inn, Flateyri

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is