Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vestfirðir að vetri

img_9646.jpg
Vestfirðir að vetri

Hvað er hægt að gera á Vestfjörðum að vetri?

Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því hvað er auðvelt að komast Vestur að vetri til. Það er kannski ekki fært á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar nema lengri leiðina en það þýðir ekki að ekki sé hægt að komast Vestur. 
 

Skíði, skíði og skíði!

Á Vestfjörðum er mikil skíðaiðkunn og gildir það jafnt um svigskíði, gönguskíði og fjallaskíði. Á Ísafirði er bæði skíðasvæði og gönguskíðasvæði. En göngusíðunum og fjallaskíðunum er auðvita bara hægt að skella undir sig og fara af stað. 
Á Vestfjörðum eru líka skemmtileg, árleg gönguskíðamót eins og Strandaganga á Hólmavík og Fossavatnsganga á Ísafirði sem bæði henta fyrir alla fjölskylduna. 
 

Kayak 

Það kemur ef til vill mörgum að óvart að á Vestfjörðum er hægt að fara á sjókayak allt árið. Firðirnir okkar eru djúpir og mjóir og búa því til frábært skjól til að fara í kayak ferðir. Ef þú ert heppinn þá gætir þú rekist á sel, eða tvo á ferð þinni um firðina. 
 

Heitar laugar

Íslendingar þekkja það vel hversu yndislegt er að sitja í heitum potti eða náttúrulaug yfir hávetur. Á Vestfjörðum er margar heitar laugar, allt frá manngerðum sundlaugum í algjörar náttúrulaugar. Það er svo ekki verra ef norðurljósin láta sjá meðan slappað er af í pottinum. 
 

Vetrarferðir

Það eru margar leiðir til að njóta náttúrunnar og að vetri til eru kjör aðstæður fyrir jeppaferðir, þannig kemstu lengra og sérð meira. Meðal annars er boðið upp á jeppaferðir upp á Drangajökul. 
 
Það er semsagt nóg að gera á Vestfjörðum að vetri til, endilega kíktu til okkar. 
 
Kajakferðir

Það er skemmtileg upplifun að róa um á kajak, Vestfirðir hentar sérlega vel til slíkrar iðju með skjólgóðum fjörðum og sérlega ríku dýralífi meðfram ströndinni. 

Sundlaugar

Sundlaugar er víða að finna á Vestfjörðum, í byggð, við gamla héraðsskóla eða yfirgefnar einar úti í náttúrunni. Þær eru eins mismunandi og þær eru margar, það er því um að gera að heimsækja sem flestar á ferð sinni um Vestfirði. 

Náttúrulegir baðstaðir

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Vestfirðir eru ríkir af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum.

Jeppa- og jöklaferðir

Jeppaferð upp um fjöll og firnindi, hvort sem er að vetri til eða sumri, með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Markaðsstofa Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-3002
  • travel(at)westfjords.is