Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vestfirðir að vetri

img_9646.jpg
Vestfirðir að vetri

Hvað er hægt að gera á Vestfjörðum að vetri?

Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því hvað er auðvelt að komast Vestur að vetri til. Það er kannski ekki fært á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar nema lengri leiðina en það þýðir ekki að ekki sé hægt að komast Vestur. 
 

Skíði, skíði og skíði!

Á Vestfjörðum er mikil skíðaiðkunn og gildir það jafnt um svigskíði, gönguskíði og fjallaskíði. Á Ísafirði er bæði skíðasvæði og gönguskíðasvæði. En göngusíðunum og fjallaskíðunum er auðvita bara hægt að skella undir sig og fara af stað. 
Á Vestfjörðum eru líka skemmtileg, árleg gönguskíðamót eins og Strandaganga á Hólmavík og Fossavatnsganga á Ísafirði sem bæði henta fyrir alla fjölskylduna. 
 

Kayak 

Það kemur ef til vill mörgum að óvart að á Vestfjörðum er hægt að fara á sjókayak allt árið. Firðirnir okkar eru djúpir og mjóir og búa því til frábært skjól til að fara í kayak ferðir. Ef þú ert heppinn þá gætir þú rekist á sel, eða tvo á ferð þinni um firðina. 
 

Heitar laugar

Íslendingar þekkja það vel hversu yndislegt er að sitja í heitum potti eða náttúrulaug yfir hávetur. Á Vestfjörðum er margar heitar laugar, allt frá manngerðum sundlaugum í algjörar náttúrulaugar. Það er svo ekki verra ef norðurljósin láta sjá meðan slappað er af í pottinum. 
 

Vetrarferðir

Það eru margar leiðir til að njóta náttúrunnar og að vetri til eru kjör aðstæður fyrir jeppaferðir, þannig kemstu lengra og sérð meira. Meðal annars er boðið upp á jeppaferðir upp á Drangajökul. 
 
Það er semsagt nóg að gera á Vestfjörðum að vetri til, endilega kíktu til okkar. 
 
Kajakferðir / Róðrarbretti

Það er skemmtileg upplifun að róa um á kajak, Vestfirðir henta sérlega vel til slíkrar iðju með skjólgóðum fjörðum og fjölbreyttu dýralífi meðfram ströndinni. 

Ljós og myrkur

Tíminn frá því að sólin sest ekki þar til hún sést ekki er álíka mikilfenglegur og miðnætursólin sjálf, já eða dansandi norðurljósin að vetri. Það sama má segja um vorið bjarta, þegar sólin rís á himni og baðar föla náttúruna ljósi, geislarnir og birtan vekja gróður eftir langan svefn og færa umhverfið í litríkari búning. 

Allt er þetta samspil ljóss og myrkurs, birtan sem myndast er þessir tveir pólar takast á er stórbrotin og dáleiðandi, gefur ljósmyndurum verðugt verkefni og okkur hinum lifandi hreyfimynd sem hægt er að horfa á út í eitt. 

Sundlaugar

Sundlaugar er víða að finna á Vestfjörðum, í byggð, við gamla héraðsskóla eða yfirgefnar einar úti í náttúrunni. Þær eru eins mismunandi og þær eru margar, það er því um að gera að heimsækja sem flestar á ferð sinni um Vestfirði. 

Náttúrulegir baðstaðir

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Vestfirðir eru ríkir af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum.

Jeppa- og jöklaferðir

Jeppaferð upp um fjöll og firnindi, hvort sem er að vetri til eða sumri, með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is