Flýtilyklar
Vestfirðir að vetri

Hvað er hægt að gera á Vestfjörðum að vetri?
Skíði, skíði og skíði!
Kayak
Heitar laugar
Vetrarferðir
Skíðasvæðið Tungudal/Seljalandsdal
Kajakferðir / Róðrarbretti
Það er skemmtileg upplifun að róa um á kajak, Vestfirðir henta sérlega vel til slíkrar iðju með skjólgóðum fjörðum og fjölbreyttu dýralífi meðfram ströndinni.
Ljós og myrkur
Tíminn frá því að sólin sest ekki þar til hún sést ekki er álíka mikilfenglegur og miðnætursólin sjálf, já eða dansandi norðurljósin að vetri. Það sama má segja um vorið bjarta, þegar sólin rís á himni og baðar föla náttúruna ljósi, geislarnir og birtan vekja gróður eftir langan svefn og færa umhverfið í litríkari búning.
Allt er þetta samspil ljóss og myrkurs, birtan sem myndast er þessir tveir pólar takast á er stórbrotin og dáleiðandi, gefur ljósmyndurum verðugt verkefni og okkur hinum lifandi hreyfimynd sem hægt er að horfa á út í eitt.
Sundlaugar
Sundlaugar er víða að finna á Vestfjörðum, í byggð, við gamla héraðsskóla eða yfirgefnar einar úti í náttúrunni. Þær eru eins mismunandi og þær eru margar, það er því um að gera að heimsækja sem flestar á ferð sinni um Vestfirði.
Náttúrulegir baðstaðir
Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Vestfirðir eru ríkir af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum.
Jeppa- og jöklaferðir
Jeppaferð upp um fjöll og firnindi, hvort sem er að vetri til eða sumri, með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.