Flýtilyklar
Sjóminjasafnið Ósvör

Sjóminjasafnið Ósvör er endurbyggð verbúð frá 19 öld. Til sýnis er sexæringur, verbúðin sjálf með öllum innanstokksmunum, salthús og þurrkhús með verkfærum og öllu tilheyrandi. Vermaðurinn, sem jafnframt er leiðsögumaðurinn, heilsar ykkur við komu íklæddur sjóstakk eins og þeim sem notaðir voru á þeim tíma er verbúðin var starfandi.
Ósvör
Safnið samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Safnið gefur raunhæfa mynd af aðbúnaði vertíðarfólks og þeim búnaði sem notaður var til fiskvinnslu á vetrarvertíð á 19. öld. Safnvörðurinn tekur á móti gestum, íklæddur skinnklæðum, samskonar þeim sem notuð voru við sjósókn í Bolungarvík og lýsir því sem fyrir augu ber. Safnið stendur við Óshlíðaveg austast í víkinni.
Frekari upplýsingar um safnið má finna hér.