Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum

Haustið 2010 hófst samstarf Félags áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar, Reykhólahrepps og æðarræktarfélagsins Æðarvéa um að sameina Hlunnindasýninguna á Reykhólum og Bátasafn Breiðafjarðar. Sumarið 2011 var síðan opnuð ný sýning á grunni gömlu sýninganna og fékk hún heitið Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum.

Sýningin er gluggi að skemmtilegum heimi fugla, báta og náttúrunytja Breiðafjarðar. Meðal annars fá gestir að kynnast æðarfuglinum á sérstakan hátt og fræðast um gömlu súðbyrðingana með breiðfirska laginu.

Á þessari lifandi sýningu er hægt að sjá stuttar og lengri heimildamyndir um lífið í Breiðafjarðareyjum, sem teknar voru um miðbik síðustu aldar.

Í sama húsi er upplýsingamiðstöð ferðamannsins.

Opið frá 1. júní til 31. ágúst frá 11:00-17:00 og eftir samkomulagi að vetri til.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum

Maríutröð

GPS punktar N65° 27' 7.146" W22° 12' 4.921"
Sími

894-1011

Vefsíða www.reykholar.is
Opnunartími 01/06 - 30/09
Flokkar Söfn , Sýningar

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Hótel Bjarkalundur
Hótel
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 562-1900, 434-7863
Náttúra
5.49 km
Bjartmarssteinn

Gígtapparnir Vaðalfjöll ofan Bjarkarlundar og Bjartmarssteinn eru sérstakar jarðmyndanir þar sem móberg hefur veðrast utan af harðara bergi þar sem áður kom upp hraun. Menn hafa lengi talið að Bjartmarssteinn tengist huldufólki og sagnir herma að Bjartmarssteinn sé kaupstaður huldufólks við innanverðan Breiðafjörð.

Náttúra
0.61 km
Einreykjastígur

Gönguleið er um Einreykjastíg frá sundlauginni á Reykhólum að Einreykjahver. Stígurinn er malarstígur en búið er að leggja trébrýr yfir votlendið. Votlendið, ásamt fjörunum í kring eru paradís fyrir fuglaáhugamenn því margar tegundir fugla safnast að svæðinu í leit að æti.

Aðrir

Staðarkirkja
Söfn
 • Reykjanes
 • 380 Reykhólahreppur
 • 530-2200
Grund - Forndráttavélar til sýnis
Söfn
 • Grund
 • 380 Reykhólahreppur
 • 434-7830, 894-1011
Seljanes - Fornbílar til sýnis
Söfn
 • Seljanes
 • 380 Reykhólahreppur
 • 434-7720, 894-1011

Aðrir

Hótel Bjarkalundur
Hótel
 • Reykhólasveit
 • 380 Reykhólahreppur
 • 562-1900, 434-7863

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is