Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hópferðir

20090616-img_0889.jpg
Hópferðir

Ertu að ferðast með hóp?

Það er ýmis afþreying á Vestfjörðum fyrir hópa af öllum stærðum. Sumar ferðir og afþreying takmarkast þó við búnað, en þó geta flestir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur leyst úr því t.d. með því að skipta stórum hópum upp í minni hópa. 
Hérna er smá yfirlit yfir þá afþreyingu sem hentar einkar vel fyrir hópa af mismunandi stærðum. 
 

Litlir hópar - 10-15 manns

Næstum öll afþreying hentar fyrir þessa stærð hópa, hvort sem það sé tengt ævintýrum á sjó líkt og kayakferðir, dýralífsferðir á RIB-bát, bátsferðir eða vetrartengd afþreying eins og skíðaferðir. Vestfirðir eru draumaland fjallgöngugarpsins og er það hægt að fara í margra daga göngur yfir fjöll og firnindi, en það er líka hægt að fara í létta sögugöngu um Ísafjörð eða fara í matarsmakkferð um Suðureyri. 
 

Stærri hópar, 15-40 manns

Flest afþreying sem er í boði hentar fyrir þessa stærð hópa en þó gæti þurft að skipa hópnum upp t.d. í kayak og RIB-bátaferðir. Það er einnig mikið úrval af bátsferðum á Vestfjörðum, sem dæmi eru í boði styttri ferðir í fuglaeyjurnar Vigur og Grímsey í Steingrímsfirði en einnig ferðir í Jökulfirðina. 
Á Vestfjörðum eru einnig mörg söfn sem skemmtilegt er að fara með hópa í, en það er á ýmsu að taka. Sjóskrímsli, galdrar og sjóminjar eru aðeins lítið brot af því sem er í boði. 
 

Stórir hópar, 40+ manns

Það eru ákveðnar takmarkanir settar á afþreyingu í boði fyrir mjög stóra hópa. Það þýðir þó ekki að það sé ekki nóg í boði. 
Hægt er að fara með stóra hópa að heimasækja helstu náttúruperlur Vestfjarða eins og Látrarbjarg, Rauðasand og Dynjanda. En einnig er hægt að fara í bátsferðir og til dæmis heimsækja yfirgefna þorpið Hesteyri í Jökulfjörðunum. Jafnframt eru í boði margar gönguferðir, allt frá erfiðum fjallgöngum í skemmtigöngur.
 
Ef þú ert að skipulegga ferð fyrir stóran hópa þá hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur á svæðinu. 
 
Ferðaskipuleggjendur

Mörg fyrirtæki sérhæfa sig í skipulagningu ferða. Flest þeirra halda úti  aðgengilegum vefsíðum þar sem hægt er að skoða og bóka ferðir.

Dagsferðir

Kjörin leið til þess að kynnast því sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Söfn

Á Vestfjörðum má finna margskonar söfn og fræðasetur. Mörg þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka- lista- og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru sem dæmi tileinkuð göldrum, skrímslum og ýmsu öðru forvitnilegu.

Bátaferðir

Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Vestfjörðum, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.

Kajakferðir / Róðrarbretti

Það er skemmtileg upplifun að róa um á kajak, Vestfirðir henta sérlega vel til slíkrar iðju með skjólgóðum fjörðum og fjölbreyttu dýralífi meðfram ströndinni. 

Gönguferðir

Á eigin vegum eða með leiðsögn, ganga er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. 

Hestaafþreying

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Víða er að finna hestaleigur þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Sjóstangaveiði

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða um Vestfirði er hægt að komast í slíkar ferðir. 

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is