Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vesturferðir

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Dagsferð frá Hesteyri til Aðalvíkur með leiðsögn

Við förum frá Ísafirði snemma morguns og siglum yfir til Hesteyrar. Við byrjum á að rölta um gamla þorpið og kynnast sögu þess. Þaðan liggur leiðin upp á heiðina og yfir að Látrum í Aðalvík. Á leið okkar njótum við einstakrar náttúru Hornstranda og fáum gott útsýni yfir umhverfið. Dagsleiðin er hæfilega löng, nær 12km og hækkun ca 300m. Þetta er því kjörin ferð fyrir alla fjölskylduna. Bátur sækir svo farþega í eftirmiðdaginn og endar ferðin á Ísafirði um kvöldmatarleytið og því kjörið að eiga bókað borð á Tjöruhúsinu kl 21.00.

Hafðu samband
Tilboð

RIB Boat Hvalaskoðun í Ísafjarðardjúpi

Hvalaskoðun í Djúpinu er einstök upplifun. Við siglum á 12 manna slöngubát um Ísafjarðardjúp og komumst í ótrúlegt návígi við náttúruna, hvalina og annað dýralíf. Siggi skipstjóri og leiðsögumaður hefur oft verið nefndur "hvalahvíslari" enda með eindæmum nöskur á að finna hvalina.

Í sumar 2020 bjóðum 2500kr afslátt af ferðinni og hægt er að nýta Ferðagjöf stjórnvalda.

TILBOÐSVERÐ 15400kr á mann

Til að bóka þarf að hafa samband í vesturferdir@vesturferdir.is

 

Hafðu samband
Tilboð

Vesturferðir - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Eagle Tours
Ferðasali dagsferða
 • Urðarvegur 80
 • 400 Ísafjörður
 • 858-4530
Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar
Ferjur
 • Hjallavegur 7
 • 400 Ísafjörður
 • 456-5111
Sudavik Tours
Gönguferðir
 • Túngata 20
 • 420 Súðavík
 • +33 6 24 40 77 11
Hornstrandaferðir
Ferðasali dagsferða
 • Lækjarbryggja
 • 415 Bolungarvík
 • 862-2221
Vestfjarðaleið ehf.
Dagsferðir
 • Sundstræti 39
 • 400 Ísafjörður
 • 893-8355
Hlaupahátíð á Vestfjörðum
 • Daltunga 1
 • 400 Ísafjörður
 • 894-4208
BS-Tours
Leigubílar
 • Hjarðardalur
 • 400 Ísafjörður
 • 778-5080
Þríþraut KRS
 • Austurvegur 2
 • 400 Ísafjörður
 • 845-3191
Golfklúbbur Bolungarvíkur
Golfvellir
 • Syðridal
 • 415 Bolungarvík
 • 456-7072
Golfklúbbur Ísafjarðar
Golfvellir
 • Tungudalsvöllur
 • 400 Ísafjörður
 • 456-5081
Fosshestar
Dagsferðir
 • Kirkjuból
 • 400 Ísafjörður
 • 862-5669
Grænhöfði ehf.
Gistiheimili
 • Ólafstúni 7
 • 425 Flateyri
 • 456-7762, 863-7662, 861-8976
Víkurskálinn í Bolungarvík
Kaffihús
 • Þuríðarbraut 13
 • 415 Bolungarvík
 • 456-7554
Sea Travels
Ferðasali dagsferða
 • Kjarrholt 2
 • 400 Ísafjörður
 • 866-9650

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is