Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Dýralíf

51c9a9a5b3032-_mg_6591.jpg
Dýralíf

Villta Vestrið

Á Vestfjörðum má finna mikið af villtum dýrum, þar má einnig finna stærsta fuglabjarg í Evrópu, margar skemmtilegar eyjur sem iða af lífi. Hægt er að fara í styttri ferðir í fuglaeyjurnar Vigur í Ísafjarðardjúpi og Grímsey í Steingrímsfirði. 

Á sumrin er töluvert mikið um hval á Vestfjörðum og er meðal annas boðið upp á hvalaskoðunarferðir með RIB-bát frá Ísafirði. Þegar ferðast er um á Vestfjörðum er ekki ósjaldgæft að sjá seli á sundi eða að spóka sig í fjörunni. Í Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi má yfirleitt finna seli, á Rauðasandi er boðið upp á skoðunarferðir niður á sandinn þar sem má finna mikið af sel. 

En það eru ekki bara fuglar, hvalir og selir á Vestfjörðum, þar má einnig finna refi. Þetta umdeilda dýr er að finna víða á Vestfjörðum en einnig má oft yfir sumartímann hitta yrðling á Melrakkasetrinu í Súðavík. 

 

Fuglaskoðun

Fuglaskoðun getur verið skemmtileg afþreying. Það er bæði hægt að fara í skipulagðar fuglaskoðunarferðir með leiðsögumanni en einnig er hægt að heimasækja staði eins og Reykhóla, Látrarbjarg eða Strandir og skoða fugla upp á eigin spýtur. 

Selaskoðun

Selir eru einstaklega falleg og skemmtileg dýr. Þeir eru líka sagðir skemmtilega forvitnir.  Selaskoðun er því frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna. 

Hvalaskoðun

Um tuttugu tegundir hvala þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar. Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.

Scuba diving with guillemots in Iceland

Scuba diving with guillemots in Iceland with Aurora Arktika

Aðrir

Litlibær
  • Skötufjörður
  • 420 Súðavík
  • 695-5377, 894-4809

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is